Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 06:55

PGA: Kizzire sigraði á Sony Open

Patton Kizzire sigraði á Sony Open eftir 6 holur í bráðabana við James Hahn.

Báðir Kizzire og Hahn voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur; báðir á 17 undir pari, 263 höggum; Kizzire (67 64 64 68) og Hahn (67 69 65 62).

Það varð því að koma til bráðabana og voru par-5 18. holan og par-3 17. holan spilaðar aftur og aftur og má sjá myndskeið frá bráðabananum með því að SMELLA HÉR:

Svo fór að Kizzire hafði betur og er þetta 2. sigur Kizzire á 2017-2018 keppnistímabili PGA Tour.

Tom Hoge, sem leiddi fyrir lokahringinn, varð að láta sér 3. sætið lynda aðeins höggi á eftir tvímenningunum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags Sony Open SMELLIÐ HÉR: