Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 15:00

Evróputúrinn: Paisley sigraði í S-Afríku

Enski kylfingurinn Chris Paisley vann sinn fyrsta sigur á ferlinum á Evróputúrnum í dag þegar hann bar sigurorð af öðrum keppendum á BMW SA Open.

Sigurskor Paisley var 21 undir pari, 267 högg (66 65 70 66).

Paisley átti 3 högg á þann sem næstur kom, en það var heimamaðurinn Branden Grace sem lék á samtals 18 undir pari (65 71 66 68).

Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel, sem þótti sigurstranglegastur fyrir mótið varð T-15 á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna í Ekurhuleni, þar sem mótið fór fram á Glendower golfvellinum SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags BMW SA Open SMELLIÐ HÉR:  (Sett inn þegar myndskeiðið liggur fyrir).