Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 21:21

Af íslenskum kylfingum í Argentínu e. 2. dag Abierto Sudamericano Amateur

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í Abierto Sudamericano Amateur 2018, sem fram fer í Argentínu.

Aron Snær Júlíusson, GKG, lék 2. hringinn í Argentínu á 80 höggum; samtals er hann búinn að spila á 8 yfir pari, 152 höggum (72 80).

Sem stendur er hann T-52 eftir 2. dag en sú sætistala gæti enn breyst því ekki hafa allir lokið hringjum sínum.

Sjá má stöðuna í karlaflokki í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Í kvennaflokki keppa þær Saga Traustadóttir, GR og Helga Kristín Einarsdóttir, GK.

Þær verma neðsta sætið eftir 2. dag eru T-50.

Saga er samtals búin að spila á 18 yfir pari, 162 höggum (81 81) og Helga Kristín á samtals 18 yfir pari, 162 höggum (79 83)

Sjá má stöðuna í kvennaflokki eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: