
Justin Thomas: „Ég sá líf mitt líða fyrir augum mér“
Leikmaður ársins á PGA Tour, Justin Thomas sagði „Ég sá líf mitt líða fyrir augum mér,“ eftir ranga flugskeytaviðvörun á Hawaii, sem varð til þess að Sony Open þátttakendurnir hlupu fyrir lífi sínu.
Það ríkti skelfing og ofurhræðsla á Hawaii í gær eftir ranga tilkynningu um að flugskeytaárás væri yfirvofandi.
Í Hawaii var tekið á móti neyðarsímskeyti þar sem sagði: „Flugskeyti á leið til Hawaii. Leitið þegar skjós. Þetta er ekki æfing“
Viðvörunin var svohljóðandi á ensku: „BALLISTIC MISSILE THREAT IMBOUND TO HAWAII. SEEK IMMEDIATE SHELTER. THIS IS NOT A DRILL.“
En þetta var röng viðvörun og það var staðfest 38 mínútum síðar.
Leikmaður ársins á PGA Tour 2017, Justin Thomas, var ásamt mörgum bestu kylfingum heims að keppa á Waialae Country Club í Honolulu og hann veitti innsýn inn í þá skelfingu sem varpaði skugga á 3. hring Sony Open mótsins, sem þar fór fram.
Justin fór á félagsmiðlana:
„Til allra sem hlutu þessa viðvörun ásamt mér nú í morgun … þetta voru „mistök“ þvílík mistök!!! Haha, glaður að fá að vita að við erum öll örugg https://t.co/sYmuVzymaQ
(Á ensku: To all that just received the warning along with me this morning… apparently it was a “mistake” hell of a mistake!! Haha glad to know we’ll all be safe https://t.co/sYmuVzymaQ
— Justin Thomas (@JustinThomas34) January 13, 2018)
„Ég kveikti á sjónvarpinu og sá ekki neitt,“ sagði Justin Thomas ennfremur. „Ég fór á netið og hugsaði með sjálfum mér: „Þetta gæti verið rétt.“
„Ég setti á tónlist, opnaði rennihurð og komst að því að það er ekkert sem hægt er að gera varðandi flugskeytið. En þegar það gerðist þá sundlaði mér.“
„Þetta er í fyrsta sinn, sem ég get sagt að líf mitt hefir liðið fyrir augum mér. Þetta var hættuástand.“
Justin Thomas var líka á Twitter þar sem hann skrifaði:
„Til allra þeirra sem rétt í þessu fengu viðvörun líkt og ég nú í morgun …. þetta virðast hafa verið „mistök“ „þvílík mistök!! Ha ha er glaður að vita að við erum öll örugg.“
Marc Leishman, frá Ástralíu – þrefaldur sigurvegari á PGA Tour – sagði á félagsmiðlunum: „Þetta er áhugaverð tilfinning, er það ekki? Eitthvað gæti gerst á næstu klukkustund. Þetta eru allt stærðarinnar mistök.
„Það fóru ólíkar hugsanir um höfuðið. Auka knús til krakkanna. Þetta var ekki skelfing. Þetta er ekki eins og hægt sé að sjá við þessu og forðast það.“
Charles Howell III bætti við: „Allt viðvörunarkerfið fór af stað á sama tíma. Það náði athygli allra. Ég vissi ekki hvað átti að gera. Við störðum hver á aðra. Þetta sýnir manni á nokkurn hátt hvers konar heimi við búum í nú. Öll tilveran gæti breyst á sekúndu.“
Margir kylfingar á túrnum, starfsmenn, fjölskylda og áhangendur vökuðu hræddir við þessar fréttir í morgun.
John Peterson tvítaði: „Er undir dýnunni, í baðkerinu með eiginkonu, ungabarni og tengdó. Gerðu það Guð ekki láta þessa sprengjuviðvörun vera alvöru.“
Peterson varð reiður þegar staðfest var að um mistök væri að ræða og sagði:„Ég meina það. Hvernig er hægt að ýta á rangan takka. Come on!“
Er í kjallara undir hóteli. Það er varla nokkur þjónusta. Er hægt að senda staðfestinguna í útvarpinu? (Að hættan sé liðin hjá)
— JJ Spaun (@JJSpaun) January 13, 2018
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster