Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 23:59
PGA: Cook leiðir á La Quinta f. lokadaginn – Hápunktar 3. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Austin Cook sem er efstur á La Quinta þar sem mót vikunnar á PGA, CareerBuilder Challenge fer fram. Cook er búinn að spila á samtals 19 undir pari, 197 höggum (63 70 64). Sjá má kynningu Golf 1 á Cook með því að SMELLA HÉR og eins má sjá kynningu Golf 1 á Landry með því að SMELLA HÉR: Fast á hæla Cook eru fyrrum félagi hans í Razorback háskólaliði, Andrew Landry og Martin Piller, en þeir Landry og Piller eru T-2 á samtals 18 undir pari, 198 höggum, hvor. Sjá má stöðuna á CareerBuilder Challenge með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 19:00
PGA: Mickelson með töfra – Myndskeið

Það er löngu vitað að Phil Mickelson er einstakur snillingur þegar kemur að stutta spilinu. Hann átti högg 2. dags á CareerBuilder Challenge, þegar honum tókst að vippa upp úr bönker dauðans …. og viti menn beint ofan í holu. Höggið góða kom á par-4 10. holunni og var fyrir fugli. Svona gera bara snillingar! Smá Mickelson töfrar á ferð þar! Sjá má myndskeið af góðu fleygjárnshöggi Mickelson upp úr glompu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Matthias Schwab (13/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn. Nú hafa Jonathan „Jigger“ Thomson og Matthew Baldwin frá Englandi og Henric Sturehed frá Svíþjóð verið kynntir, en þeir eru þrír af 7 sem deildu 18. sætinu. Þessir 7 spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Í kvöld verður Matthias Schwab frá Austurríki kynntur. Matthias Schwab fæddist 9. desember 1994 í Schladming, Austurríki Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 17:00
Evróputúrinn: Fisher og Pieters leiða í Abu Dhabi – Rory í 3. sæti – Hápunktar 3. dags

Það eru þeir Thomas Pieters frá Belgíu og Ross Fisher frá Englandi sem leiða fyrir lokahring Abu Dhabi HSBC Championship. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum; Pieters (67 65 67) og Fisher (67 67 65). Einn í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy á samtals 16 undir pari, 200 höggum (69 66 65) – Rory hefir verið að bæta sig allt mótið og kæmi engum á óvart þó hann stæði uppi sem sigurvegari í mótslok! Sjá má stöðuna í heild á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir – 20. janúar 2018

Það er Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir,sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðrún Ásbjörg er fædd 20. janúar 1948 og á því 70 ára afmæli í dag!!! Guðrún Ásbjörg er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Guðrúnu Ásbjörgu til hamingju með merkisafmælið! Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Þórhallur Sigurðsson (71 árs); Tom Carter, 20. janúar 1968 (50 ára stórafmæli!!!); Peter Hedblom, 20. janúar 1970 (48 ára); Fredrik Anderson Hed, 20. janúar 1972 (46 ára); Konráð V. Þorsteinsson (45 ára);Silja Rún Gunnlaugsdóttir, 20. janúar 1974 (44 ára); Derek Fathauer, 20. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 14:00
Nýtt!!!: Nýju stúlkurnar á LET 2018

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Daniela Darquea (28/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 2 stúlkur, sem voru hvað óheppnastar. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 23:59
PGA: Landry leiðir á La Quinta

Það er Bandaríkjamaðurinn Andrew Landry sem leiðir í hálfleik á Career Builders mótinu, sem er mót vikunnar á PGA. Landry er búinn að spila hringina tvo á samtals 16 undir pari, 128 höggum (63 65). Í 2. sæti er spænski kylfingurinn Jon Rahm á samtals 15 undir pari, 129 höggum (62 67). Landry er e.t.v. ekki kunnasti kylfingurinn á PGA og má sjá kynningu Golf 1 á Landry með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Career Builders með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 22:00
Lexi skrifar undir samning við Bridgestone

Sífellt fleiri auglýsingasamningar hrúgast upp hjá Lexi Thompson. Hún er nú þegar einn af þeim íþróttamönnum sem er „markaðssetjanlegastur“ á LPGA og nú er Bridgestone nýjast fjöðurin í hatti Lexi. Nú í vikunni skrifuðu Lexi og Bridgestone undir auglýsingasamning til margra ára þar sem Lexi skuldbindur sig til þess að spila með Bridgestone boltum. Lexi hefir verið að spila með Bridgestone boltum þ.e. Bridgestone B330-S boltanum síðustu tvö tímabil. Lexi hefir sigrað 3 sinnum og hefir 18 sinnum orðið meðal efstu 10 á sl. 2 árum og sigraði í Race to the CME Globe á síðasta ári. Lexi mun skipta yfir í nýja Bridgestone Tour X B boltann 2018. „Ég hef notað Bridgestone um Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 20:00
Golfútbúnaður: Nýi Under Armour Spieth 2 golfskórinn

Jordan Spieth og Under Armour hafa nú gefið upplýsingar í smáatriðum um nýja Spieth 2 golfskóinn, en Spieth var í Las Vegas þegar kynningin fór fram. Með Spieth í golfi í Vegas var m.a. Michael Phelps. Ný tækni í Spieth 2 skónum er m.a. Gore-Tex vatnsvörn, sem ver kylfingum í öllum veðrum og það á þó ekki að koma í veg fýrir að skórinn geti „andað.“ Meðal annarra nýjunga eru extra-sterkar TPU trefjar, sem ofnar eru í efra lagið á skónum, sem veitir styrk en er jafnvel enn léttari en í Spieth 1 skónum. Spieth 2 golfskórinn kostar 160 pund (u.þ.b. 7000 ískr.) og kemur í verslanir í Bretlandi 2. febrúar Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

