Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 23:59

PGA: Landry leiðir á La Quinta

Það er Bandaríkjamaðurinn Andrew Landry sem leiðir í hálfleik á Career Builders mótinu, sem er mót vikunnar á PGA.

Landry er búinn að spila hringina tvo á samtals 16 undir pari, 128 höggum (63 65).

Í 2. sæti er spænski kylfingurinn Jon Rahm á samtals 15 undir pari, 129 höggum (62 67).

Landry er e.t.v. ekki kunnasti kylfingurinn á PGA og má sjá kynningu Golf 1 á Landry með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Career Builders með því að SMELLA HÉR: