Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Fisher og Pieters leiða í Abu Dhabi – Rory í 3. sæti – Hápunktar 3. dags

Það eru þeir Thomas Pieters frá Belgíu og Ross Fisher frá Englandi sem leiða fyrir lokahring Abu Dhabi HSBC Championship.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum; Pieters (67 65 67) og Fisher (67 67 65).

Einn í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy á samtals 16 undir pari, 200 höggum (69 66 65) –

Rory hefir verið að bæta sig allt mótið og kæmi engum á óvart þó hann stæði uppi sem sigurvegari í mótslok!

Sjá má stöðuna í heild á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Abu dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR: