Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 20:00

Golfútbúnaður: Nýi Under Armour Spieth 2 golfskórinn

Jordan Spieth og Under Armour hafa nú gefið upplýsingar í smáatriðum um nýja Spieth 2 golfskóinn, en Spieth var í Las Vegas þegar kynningin fór fram.

Með Spieth í golfi í Vegas var m.a. Michael Phelps.

Hann er flottur nýi Spieth 2 golfskórinn!!!

Ný tækni í Spieth 2 skónum er m.a.  Gore-Tex vatnsvörn, sem ver kylfingum í öllum veðrum og það á þó ekki að koma í veg fýrir að skórinn geti „andað.“

Meðal annarra nýjunga eru extra-sterkar TPU trefjar, sem ofnar eru í efra lagið á skónum, sem veitir styrk en er jafnvel enn léttari en í Spieth 1 skónum.

Spieth 2 golfskórinn kostar 160 pund (u.þ.b. 7000 ískr.) og kemur í verslanir í Bretlandi 2. febrúar n.k.