Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Daniela Darquea (28/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Nú verða kynntar þær 2 stúlkur, sem voru hvað óheppnastar. Þær deildu 21. sætinu og engu munaði að þær næðu fullum spilarétti á LPGA. Þetta eru þær Mind Muangkhumsakul frá Thaílandi og Daniela Darquea. Byrjað verður að kynna Daníelu.

Daniela Darquea fæddist 26. júní 1995 og er því 22 ára. Hún er frá Ekvador.

Daníela hefir verið einstaklega óheppin. Árið 2016 varð hú T-29 í lokaúrtökumóti LPGA og munaði litlu að hún hlyti kortið sitt og fullan spilarétt og nú endurtekur sagan sig og í þetta sinn munar engu. ´

Árið 2017 spilaði Darquea því á Symetra mótaröðinni þ.e. 2. deildinni og náði niðurskurði þar í 16 af 22 mótum sem hún spilaði í. Hún lék aðeins í 1 LPGA móti 2017.

Daníela spilaði golf með kvennaliði University of Miami. Þar var hún m.a. WGCA All-American, honorable mention, All-American Scholar, All-ACC, All-ACC Academic árið 2014. Hún sigraði jafnframt Hurricane Invitational og Suntrust Gator Women’s Invitational mótin árið 2014 meðan hún var í háskóla.

Sjá má nýlegt viðtal við Darquea með því að SMELLA HÉR: