
Lexi skrifar undir samning við Bridgestone
Sífellt fleiri auglýsingasamningar hrúgast upp hjá Lexi Thompson.
Hún er nú þegar einn af þeim íþróttamönnum sem er „markaðssetjanlegastur“ á LPGA og nú er Bridgestone nýjast fjöðurin í hatti Lexi.
Nú í vikunni skrifuðu Lexi og Bridgestone undir auglýsingasamning til margra ára þar sem Lexi skuldbindur sig til þess að spila með Bridgestone boltum.
Lexi hefir verið að spila með Bridgestone boltum þ.e. Bridgestone B330-S boltanum síðustu tvö tímabil.
Lexi hefir sigrað 3 sinnum og hefir 18 sinnum orðið meðal efstu 10 á sl. 2 árum og sigraði í Race to the CME Globe á síðasta ári.
Lexi mun skipta yfir í nýja Bridgestone Tour X B boltann 2018.
„Ég hef notað Bridgestone um árabil og nýi TOUR B boltinn er skelfilega góður,” sagði Lexi Thompson m.a.. „Hann veitir mér gríðarlega lengd af teig án þess að ég þurfi að fórna nokkru í performansinum kringum flatirnar. Það sem meira er, mér finnst ég örugg að hitta hvaða högg sem aðstæður kalla á.“
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster