Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 20:00
LPGA: Ólafía T-75 e. 1. dag á Bahamas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir átti enga óskabyrjun á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu, sem er fyrsta mót 2018 keppnistímabilsins á LPGA. Hún kláraði 1. hring á 4 yfir pari, 77 höggum. Á hringnum fékk Ólafía Þórunn aðeins 2 fugla en 6 skolla. Fresta varð keppni vegna myrkurs og því hafa ekki allar lokið 1. hring sínum – en þegar leik var hætt var Brooke Henderson frá Kanada í forystu á 5 undir pari, 68 höggum. Sjá má stöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Nico Geyger (18/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn verið kynntir. Í dag verður kynntur 2. af þremur sem deildu 15. sætinu á samtals 15 undir pari, hver, en það voru Sebastien Gros frá Frakklandi; Nico Geyger frá Chile og Ross McGowan, frá Englandi. Ross McGowan hefir þegar verið kynntur og í dag verður Nico Geyger kynntur. Nico Geyger fæddist 4. ágúst Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir. Heimir er fæddur 25. febrúar 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Heimir er mörgum að góðu kunnur en hann er í GS. Hann er kvæntur Kristbjörgu Gunnbjörnsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Heimi til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Heimir Hjartarson (60 ára– Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Svandís er fædd 25. febrúar 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Svandísi til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Svandís Thorvalds (40 ára– Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Brynja Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Ariane Provot (3/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 12:21
LPGA: Fylgist með Ólafíu Þórunni HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir á rástíma kl. 7:21 að staðartíma á Bahamas, sem er kl. 12:21 að íslenskum tíma s.s. áður er komið fram. Það er á fyrsta LPGA móti ársins, Pure Silk LPGA Bahamas Classic. Hún hlýtur því að fara út hvað á hverju, nema einhverjar tafir hafi orðið. Með Ólafíu í ráshóp eru eins og áður hefir komið fram hér á Golf 1, Maude Aimee LeBlanc frá Kanada og Alison Lewis frá Bandaríkjunum. Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Dani Holmqvist (33/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 08:00
Evróputúrinn: Garcia hefur titilvörnina í Dubaí í dag – Fylgist með HÉR!

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Omega Dubaí Desert Classic. Flestir bestu kylfingar heims eru meðal keppenda. Sá sem á titil að verja er Sergio Garcia og fer hann vel af stað; er á 5 undir pari eftir 11 holur og deilir 5. sætinu á eftir 4 sem eru í 1. sæti, sem stendur, en meðal þeirra er Rory McIlroy. Indverski áhugamaðurinn 18 ára ungi, Ryhan Thomas er á 2 yfir pari, eftir 9 holur. Það er enn snemma dags og margir eftir að fara út þannig að margt getur breyst enn. Fylgjast má með skorinu á Omega Dubaí Desert Classic með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 07:00
Web.com: Dýrkeypt mistök Gibson

Ástralski kylfingurinn Rhein Gibson hefir átt 2 topp-3 árangra í jafnmörgum mótum í 2. deildinni í Bandaríkjunum, Web.com Tour, það sem af er árs 2018. Hins vegar varpaði atvik á 72. holu á Bahamas skugga á annars ágæta frammistöðu hans sl. helgi. Gibson þurfti örn á par-5 lokaholuna til að sigra á Great Abaco Classic eða fugl til þess að knýja fram bráðabana. Gibson „pull-aði“ 2. högg sitt með brautartré í flatarglompu. Þegar hann og keppinautar í ráshóp hans og kylfusveinar leituðu að boltanum, þá fór íþróttaþáttur á golfstöð sem fjallaði um mótið í auglýsingahlé og þegar aftur var tekið til við að lýsa, var upplýst að boltinn hefði fundist, en Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 20:00
Lið Íslands tapaði fyrir Englendingum

Sex íslenskir kylfingar á aldrinum 17-23 ára hófu keppni þriðjudaginn 23. janúar á 1st Octagonal Match mótinu sem fram fer á Costa Ballena á Spáni. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Spáni og Englandi í riðli. Í hinum riðlinum eru Ítalía, Finnland og Tékkland en þjálfari Tékka er Staffan Johansson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ er með kylfingunum á Costa Ballena. Fyrri viðureign dagsins gegn Þýskalandi er fjórmenningur (foursome) en síðari leikurinn er tvímenningur. Fjórmenningur er leikinn þannig að tveir keppendur eru saman í liði og slá þeir einn bolta til skiptis. Keppendur slá upphafshöggin til skiptis, óháð því hvaða kylfingur púttaði síðast á flöt. Betra skor hvers Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 19:00
GL: Vel heppnuð skóflustunga að nýrri frístundamiðstöð

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi föstudaginn 19. janúar, að viðstöddu fjölmenni. Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður standa að framkvæmdinni og á meðfylgjandi mynd í aðalfréttaglugga má sjá Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóra, Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur formann ÍA, Þórð Emil Ólafsson formann GL og Guðmund Sigvaldason framkvæmdastjóra GL taka fyrstu skóflustunguna. Ný frístundamiðstöð mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfsemi á vegum ÍA og Akraneskaupstaðar og ljóst að húsið mun bæta aðstöðu margra til mikilla muna. Verkefnið gengur vel og er áætlað að hefja jarðvinnu og uppgröft mánudaginn 22. janúar og í kjölfarið mun vinna vinna við sökkla og kjallara hefjast. Áætlanir gera ráð fyrir áfangaskiptu verkefni Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

