Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 07:00

Web.com: Dýrkeypt mistök Gibson

Ástralski kylfingurinn Rhein Gibson hefir átt 2 topp-3 árangra í jafnmörgum mótum í 2. deildinni í Bandaríkjunum, Web.com Tour, það sem af er árs 2018.

Hins vegar varpaði atvik á 72. holu á Bahamas skugga á annars ágæta frammistöðu hans sl. helgi.

Gibson þurfti örn á par-5 lokaholuna til að sigra á Great Abaco Classic eða fugl til þess að knýja fram bráðabana.

Gibson „pull-aði“ 2. högg sitt með brautartré í flatarglompu.

Þegar hann og keppinautar í ráshóp hans og kylfusveinar leituðu að boltanum, þá fór íþróttaþáttur á golfstöð sem fjallaði um mótið í auglýsingahlé og þegar aftur var tekið til við að lýsa, var upplýst að boltinn hefði fundist, en kylfusveinn Gibson hefði tekið boltann upp áður en Gibson hafði tækifæri á að kanna legu boltans.

Þessi mistök urðu þess valdandi að Gibson hlaut vítahögg fyrir að hreyfa boltann og þessi mistök hlóðu utan á sig þegar Gibson varð að taka víti til að droppa úr hindruninni til að halda leik áfram.

Gibson lauk keppni með skolla (6 högg á 18. holunni) og fór úr T-2 í 3. sæti – 2 höggum á eftir Adam Svenson frá Kanada, sem sigraði (á samtals 17 undir pari, meðan Gibson varð að láta sér lynda að vera á samtals 15 undir pari).

Þrátt fyrir þessi dýrkeyptu mistök lofar leikur Gibson það sem af er tímabils góðu og haldi hann þessu áfram er líklegt að hann verði meðal efstu 25 á peningalistanum og næli sér í PGA kortið sitt í lok árs.