
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Nico Geyger (18/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn verið kynntir.
Í dag verður kynntur 2. af þremur sem deildu 15. sætinu á samtals 15 undir pari, hver, en það voru Sebastien Gros frá Frakklandi; Nico Geyger frá Chile og Ross McGowan, frá Englandi. Ross McGowan hefir þegar verið kynntur og í dag verður Nico Geyger kynntur.
Nico Geyger fæddist 4. ágúst 1986 í Santiago í Chile og er því 31 árs.
Hann er 1,80 m á hæð og 73 kg.
Í Chile er hann í Huinganal golfklúbbnum.
Nico kvæntist 2013 konu sinni Andreu og saman eiga þau dótturina Maríu, sem fæddist 2016.
Nico Geyger byrjaði í golfi 4 ára ungur þegar hann tók þátt í föður/sonar móti. Hann byrjaði að taka golfið af meiri festu 12 ára eftir að hafa ferðast til San Diego til þess að taka þátt alþjóðlegu unglingamóti, þar sem hann landaði 5. sætinu þrátt fyrir að kylfum hans hefði verið stolið í mótinu.
Geyger tók þátt í Eisenhower Trophy f.h. Chile árið 2008.
Hann gerðist gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 9 árum þ.e. 22 ára, 2009.
Geyger byrjaði ekki að spila í Evrópu fyrr en 2015 og þá á Áskorendamótaröð Evrópu og komst á Evróputúrinn keppnistímabilið 2017 eftir að hafa komist í gegnum Q-school 2016. Nú er hann aftur kominn á Evróputúrinn 2018 eftir ágætis gengi í 2017 lokaúrtökumótinu.
Sem stendur er Nico Geyger nr. 750 á heimslistanum.
Áhugamál Geyger utan golfsins eru tónlist og fótbolti.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster