Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 08:00

Evróputúrinn: Garcia hefur titilvörnina í Dubaí í dag – Fylgist með HÉR!

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Omega Dubaí Desert Classic.

Flestir bestu kylfingar heims eru meðal keppenda.

Sá sem á titil að verja er Sergio Garcia og fer hann vel af stað; er á 5 undir pari eftir 11 holur og deilir 5. sætinu á eftir 4 sem eru í 1. sæti, sem stendur, en meðal þeirra er Rory McIlroy.

Indverski áhugamaðurinn 18 ára ungi, Ryhan Thomas er á 2 yfir pari, eftir 9 holur.

Það er enn snemma dags og margir eftir að fara út þannig að margt getur breyst enn.

Fylgjast má með skorinu á Omega Dubaí Desert Classic með því að SMELLA HÉR: