Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2018 | 01:40
LET: Valdís Þóra fer út kl. 1:40 á Oates Vic Open í Ástralíu – Hefur samstarf v/Abacus!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi hefur leik nákvæmlega núna á Oates Vic mótinu, í Ástralíu. Mótið fer fram í 13th Beach Golf Club, í Barwon Heads, í Viktoríu fylki í Ástralíu. Staðurinn var áður fyrr aspasræktunar búgarður (1920-1970) en á 7. áratugnum var staðurinn notaður undir nautgriparækt. Árið 1999 var ákveðið að byggja golfvöll og var Tony Cashmore fenginn til að hanna völl … og The Beach Course, 6420 m 18 holu völlur opnaði 30. nóvember 2001. Hann er talinn meðal 20. bestu golfvalla Ástralíu (af tveimur áströlskum golftímaritum). Fyrsta janúar 2004 opnaði síðan Creek golfvöllurinn, sem er hannaður af Tony Cashmore í samstarfi við Sir Nick Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2018 | 20:00
LET & LPGA: Valdís og Ólafía í sama móti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á Classic Bonville mótinu í Ástralíu. Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Mótið stendur dagana 22.-25. febrúar 2018 og fer fram á Bonville Golf Resort í Bonville, Ástralíu. Leiknar verða 72 holur á fjórum keppnisdögum. Sjá má flotta vefsíðu Bonville golfstaðarins í Ástralíu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2018 | 17:00
Paige Spiranac reynir að breyta golfinu

Paige Spiranac hefir frá nógu að segja. Það var ekki augljóst á Dubai Desert Classic í síðustu viku þegar mótshaldarar fóru á sveig við hefðina og réðu hina 24 ára Spiranac til að starta mótið og kynna keppendur. Enginn virtist hafa neitt á móti því að hún var fyrsta konan með mikkann í staðinn fyrir hinn stóíska Evróputúrs kynni. Það að hún var þarna, atvinnukylfingur og félagsmiðlamógúll var táknrænt. Það er ekki að þessi fyrrum háskólagolfsstjarna, sem er rönkuð lægra en í 1000. sæti í heiminum, en á 1,2 milljóna fylgjendur á Instagram hafi ekki þurft að þola gagnrýni áður, en í þetta sinn svarar hún fyrir sig. „Þegar kemur að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD – 31. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er íþróttamaður Dalvíkur 2011, kylfingurinn Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, í Golfklúbbnum Hamar, á Dalvík (GHD). Sigurður Ingvi er fæddur 31. janúar 1993 og er því 25 ára í dag. Sigurður Ingvi varð árið 2011 fyrsti landsliðsmaður Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Hann tryggði sér sæti í unglingalandsliðinu og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti unglingalandsliða. Þá varð hann í 2.sæti á Íslandsmótinu í höggleik, unglinga 17- 18 ára. Einnig varð hann Norðurlandsmeistari í 17-18 ára flokki unglinga. Sigurður Ingvi var í fremstu röð í sínum aldursflokki um árabil og stundaði æfingar af þrautseigju og af miklu kappi og dug. Hann var í 15 kylfinga 2012 Norðurlandsúrvali þáverandi landsliðsþjálfara, Úlfars Jónssonar. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Gemma Dryburgh (37/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2018 | 08:00
LET: Mel Reid fær grænt ljós frá læknum – er með í Ástralíu – tjáir sig um jafnræði í verðlaunafé á við karla í golfi

Mel Reid hóf keppnistímabilið 2017 á fullkominn hátt með sigri á Oates Vic Open fyrir 12 mánuðum síðan, en síðan þá hefir hún þjáðst af bakverkjum. Eftir vikur af endurhæfingu og óvissu um hvort hún myndi geta keppt gáfu læknar henni loks grænt ljós … og Reid má ferðast til Ástralíu. Í viðtali nú á þriðjudaginn sagði hún: „Í hvert sinn sem maður er að verja titil þá er það mjög, mjög næs. Þetta var svo sannarlega ein af uppáhalds vikum mínum á sl. ári og þarna vil ég hefja 2018 keppnistímabil mitt. Mér líkar við golfvöllinn.“ Reid sagði í sama viðtali hafa meiðst við heimilisstörf. „Það er ástæðan fyrir að ég Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2018 | 19:00
Rolex-heimslistinn: Ólafía í 170. sæti!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði þeim frábæra árangri sl. helgi að landa 26. sætinu á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu. Vegna þessa árangurs hennar hækkar hún á Rolex-heimslista kvenna um 5.sæti – fer úr 175. sætinu sem hún var í 170. sætið og er með 0,6 stig. Þetta er það hæsta sem íslenskur kylfingur hefir náð á heimslistum. Í efsta sæti heimslistans hjá konunum er sem stendur Shanshan Feng, með 7.59 stig. Sjá stöðuna á Rolex-heimslista kvenna með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Pep Angles (21/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 3 sem deildu 15. sætinu og komust þannig inn á Evróputúrinn. Í dag verður byrjað að kynna þá sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Byrjað var á að kynna Laurie Canter og í dag er það Pep Angles. Pep Angles fæddist 27. mars 1993 í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2018 | 17:00
Drög að keppnisdagskrá Ólafíu Þórunnar 2018

Keppnisdagskráin hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, íþróttamannni ársins 2017 úr GR, er að fá á sig endanlegu mynd. Eins og komið hefur fram þá tók Ólafía Þórunn þátt á Pure Silk mótinu á Bahama þar sem hún endaði í 26. sæti. Næstu tvö mót hjá Ólafíu Þórunni eru í Ástralíu um miðjan febrúar. Alls er hún með keppnisrétt á 20 mótum nú þegar. Feitletruðu mótin eru mót sem hún á eftir að tryggja sér keppnisrétt á. 2018 Mót: Jan. 15-21 Jan. 22-28 Pure Silk Bahamas Bahamas Jan 29-Feb 4 Feb. 5-11 Feb. 12-18 ISPS Handa Australian Adelaide, Australia Feb. 19-25 Australian Ladies Classic Bonville Bonville, Australia *** LET Feb. 26-Mar 4 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2018

Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði átt 63 ára afmæli í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var m.a. þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (63 ára); Agla Elísabet Hendriksdottir, 30. janúar 1968 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Digvijay Singh, 30. janúar Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

