Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2018 | 01:40

LET: Valdís Þóra fer út kl. 1:40 á Oates Vic Open í Ástralíu – Hefur samstarf v/Abacus!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi hefur leik nákvæmlega núna á Oates Vic mótinu, í Ástralíu.

Mótið fer fram í 13th Beach Golf Club, í Barwon Heads, í Viktoríu fylki í Ástralíu. Staðurinn var áður fyrr aspasræktunar búgarður (1920-1970) en á 7. áratugnum var staðurinn notaður undir nautgriparækt.  Árið 1999 var ákveðið að byggja golfvöll og var Tony Cashmore fenginn til að hanna völl … og The Beach Course, 6420 m 18 holu völlur opnaði 30. nóvember 2001. Hann er talinn meðal 20. bestu golfvalla Ástralíu (af tveimur áströlskum golftímaritum). Fyrsta janúar 2004 opnaði síðan Creek golfvöllurinn, sem er hannaður af Tony Cashmore í samstarfi við Sir Nick Faldo. Völlurinn er 6.401 m og þykir einnig meðal bestu valla Ástralíu.

Oates Vic mótið fer fram á báðum völlum og Valdís Þóra hefur leik á The Beach Course (strand vellinum) núna.

Komast má á facebook síðu 13th Beach Golf Club með því að SMELLA HÉR: 

Á facebook síðu sína skrifaði Valdís Þóra:

Jæja þá er fyrsti hringur á morgun (eða í kvöld hjá ykkur:))
Ég á rástíma klukkan 12:40 (1:40 í nótt að íslenskum tíma) af 10unda teig á strand vellinum og svo klukkan 8:00 (21:00 á fimmtudagskvöld) á föstudaginn á Creek vellinum. Æfingar hafa gengið fínt þrátt fyrir sterkan vind síðustu tvo daga.
Ég er spennt að byrja og einnig spennt að spila mitt fyrsta mót í Abacus fötum frá Golf Company sem ég var að byrja í samstarfi með. Frábær föt og æðislegt að fá stuðninginn frá þeim fyrir þetta ár 😊 mæli með að þið kíkið til þeirra í Bæjarlindina!
Þið getið fylgst með skorinu beint ….. (með því að SMELLA HÉR: )“

Valdís Þóra spilar í fötum frá Abacus. Mynd: Facebooksíða Valdísar Þóru.

Við hugsum til Valdísar hér á Golf 1 og sendum henni okkar bestu strauma – Vonandi gengur henni sem allra best þarna „Down Under.“