Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Gemma Dryburgh (37/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur sem hlutu fullan spilarétt og kortið sitt á LPGA. Búið er að kynna Maríu Torres, sem varð svo sannarlega að berjast fyrir veru sinni á LPGA og hafði betur í bráðabana gegn tveimur öðrum og var ein í 20. sæti. Eins er búið að kynna þær 4, sem deildu 16. sætinu: Briönnu Do, Celine Herbin, Dani Holmqvist og Jessy Tang.

Nú verða kynntar þær 3 sem deildu 13. sætinu þ.e.: Laetitiu Beck frá Ísrael, Cindy Lacrosse frá Bandaríkjunum og Gemmu Dryburgh frá Skotlandi.

Bara á eftir að kynna Gemmu, en hinar tvær Laetitia og Cindy hafa þegar verið kynntar.

Gemma Dryburgh fæddist í Aberdeen, Skotlandi 11. júní 1993 og er því 24 ára.

Hún er 1,65 m á hæð.

Gemma byrjaði að spila golf 4 ára og það var pabbi hennar sem kenndi henni og vakti áhuga hennar á golfinu.

Gemma hins vegar var í allskyns íþróttum þegar hún var að vaxa úr grasi og einbeitti sér ekki að golfinu fyrr en um 15 ára aldurinn, þegar fjölskyldan fluttist til Flórída og hún nam golf í IMG Academy.

Gemma var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með liði Tulane háskóla í Louisiana.

Hápunktur á áhugamannsferli Gemmu var þegar hún spilaði í Curtis Cup með liði Íra&Breta.

Gemma gerðist atvinnumaður í golfi 2014 og spilar bæði á LET og LPGA.

Fræðast má nánar um Gemmu með því að skoða vefsíðu hennar með því að SMELLA HÉR: