Paige Spirnac
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2018 | 17:00

Paige Spiranac reynir að breyta golfinu

Paige Spiranac hefir frá nógu að segja.

Það var ekki augljóst á Dubai Desert Classic í síðustu viku þegar mótshaldarar fóru á sveig við hefðina og réðu hina 24 ára Spiranac til að starta mótið og kynna keppendur.

Enginn virtist hafa neitt á móti því að hún var fyrsta konan með mikkann í staðinn fyrir hinn stóíska Evróputúrs kynni.

Það að hún var þarna, atvinnukylfingur og félagsmiðlamógúll var táknrænt. Það er ekki að þessi fyrrum háskólagolfsstjarna, sem er rönkuð lægra en í 1000. sæti í heiminum, en á 1,2 milljóna fylgjendur á Instagram hafi ekki þurft að þola gagnrýni áður, en í þetta sinn svarar hún fyrir sig.

Þegar kemur að golfiðnaðinum, veit ég að fólk telur mig vera gervi,“ sagði Spiranac. „Mér finnst ég ekki vera það. Ef ég væri karlmaður með sama félagsmiðlaáhangendurna, tel ég að fólk myndi ekki telja að ég væri gervi. Það myndi segja að ég væri frábær.“

Dubaí hefir áður komið við sögu í lífi Spiranac. Hún hafði lágan status í Bandaríkjunum en var boðið að spila á Dubaí Desert Ladies Classic á LET 2015 og 2016 sem dró að sér mikla athygli.  Litið var á hana eins og „smástirni“. Framkvæmdastjóri golfs í Dubaí hafði á orði: „Leikurinn verður að vera opinn fyrir kunnáttusamar félagsmiðlatýpur, til þess að laða nýtt hæfileikafólk að sportinu.“

Laura Davies, ókrýnd drottning golfsins var ein þeirra sem ekki var hrifin af viðveru Spiranac. „Ef hún er hér af annari ástæðu en þeirri að hún er frábær kylfingur þá missir hún (vera hennar á staðnum) marks,“ sagði Davies.

Spiranac náði ekki niðurskurði í bæði skiptin. Epísk athyglin – var hún módel eða kylfingur spurði fólk – hafði djúp áhrif.

Spiranac reynir ekki að sykurhúða minningar sínar.

Það var virkilega erfitt fyrir mig bæði skiptin sem ég var hér,“ sagði hún (Spiranac). „Það var mikið af fjölmiðlum, það var stressandi og mér fannst reynslan erfið. Ég sagði að ég myndi ekki koma aftur til að spila.“

Fólk telur að ég sé á þeim stað sem ég er vegna fatanna sem ég er í. Það er óréttlátt gagnvart mér og óréttlátt gagnvart öllu sem mér hefir tekist vel með. Ég gef líklega meira til samfélagsins en aðrir atvinnukylfingar. Fyrir fólk sem segir: „Þú sýnir aðeins brjóstaskoruna á þér, það er þess vegna sem þú hefir það sem þú hefir“ þá er það mjög óréttlátt. Þetta er óréttlætið sem fyrir verðum fyrir sem kvenmenn á hverjum degi og ég verð mikið vör við það í golfinu.“

Ég var ofsótt, fjölskylda mín varð fyrir ofsóknum,“ bætir Spiranac við. „Ég fékk morðhótanir, fólk skipti sér af einkalífi mínu, reynt var að beita mig fjárkúgun. Þetta átti sér stað meðan ég var að reyna að spila.“

Paige Spiranac

Hvert er svar Spiranac við því að fólk er henni andsnúið og í uppnámi yfir Instagram fylgjendum hennar?

Kannski vegna þess að ég lít öðruvísi út en kylfingar? Ég klæði mig öðruvísi. Ég tel að það sé ekki  það sem golf á að vera. Ég elska golf. Mér finnst það vera frábær leikur, en mér finnst margt verða að breytast. Ég tel að það (golfið) verði að vera framúrstefnulegra og ná utan um fleiri. Fyrir mig að tala um það, færir mér meira hatur en það kemur líka umræðu af stað og ég get komið af stað breytingum. Ég er bara að reyna að fá fólk til þess að líða þægilegar vegna þess að ég veit að ég er ekki ein um að líða svona. Þetta er ástæðan fyrir að fólk spilar ekki golf.“

Spiranac er atvinnukylfingur að nafninu til en hefir tekið ótímabundið hlé til þess að sinna fjölmiðla karríer sínum og vinna sem sendiherra gegn einelti og hún reynir auk þess að breyta viðhorfinu innan golfsins. Hún fordæmdi t.a.m. sem skref afturábak ákvörðun PGA Tour að innleiða strangari dresskóða.

Ef þið lítið á fólkið sem segir að golf sé framfarasinnað, ef þið lítið á það, lítur það allt eins út,“ sagði Spiranac. „Þetta eru allt miðaldra karlmenn. Þeim finnst þeir viðurkenndir. Ef þið farið á golfvöll og svipist um kring, sjáið þið fullt af náungum, allir líta út eins og þeir þannig að þeim líður frábærlega. Ef þið gangið inn sem kona, þá er tilfinningin ekki sú sama.“

Þetta er svo karllæg íþrótt, sem hefir verið til staðar svo lengi og það eru hefðir. Fólki líkar við hefðir og vill ekki að þær breytist. Þegar einhver kemur inn í leggings í staðinn fyrir buxur, er það eins og heimsendir.“

Ég hef alltaf haft öðruvísi fatasmekk. Mér hefir alltaf liðið eins og ég ætti ekki heima þarna og það er erfitt vegna þess að ég er góður leikmaður, ég veit hvað á að gera en mér líkar enn ekki að fara í nýja klúbba vegna þess að ég hef svo miklar áhyggjur af því að einhver segi að pils mitt sé of stutt eða ég sé ekki með kraga. Hvaða máli skiptir það?

Hvað sem öðru líður, þá er tilfinningin meðal atvinnumanna og fyrrum atvinnumanna að henni (Spiranac) hafi verið veitt tækifæri sem ekki eru í samræmi við hæfileika hennar. Þegar hún (Spiranac) birtist á forsíðu Golf Digest sem hluti sérútgáfu þar sem fjallað var um frumkvöðla golfsins, þá dró einn af uppáhaldskylfingum hennar (Spiranac), Juli Inkster ákvörðunina í efa og fyrrum atvinnumaður í golfinu, Anya Alvarez sagði: „Við verðum að spyrja okkar hvaða týpu af frumkvöðlum við viljum að framtíðarkynslóðir kvenkylfinga okkar líti upp til.

Spiranac er sér meðvituð um þessi neikvæðu viðhorf gagnvart henni í efri röðum kvennagolfsins.

Lífið er frábært fyrir þær á túrnum og það er frábært en við verðum að hugsa um hversdagskylfinginn.“

Ástríða Spiranac fyrir vexti íþróttarinnar og því að mismunun og einelti innan hennar verði að útrýma er áhrifamikil.

Hvort hún getur komið til leiðar þeirri endurskoðun sem hún telur vera grundvallaratriði á tíminn eftir að leiða í ljós.