Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2018 | 19:00

Rolex-heimslistinn: Ólafía í 170. sæti!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði þeim frábæra árangri sl. helgi að landa 26. sætinu á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu.

Vegna þessa árangurs hennar hækkar hún á Rolex-heimslista kvenna um 5.sæti – fer úr 175. sætinu sem hún var  í 170. sætið og er með 0,6 stig.

Þetta er það hæsta sem íslenskur kylfingur hefir náð á heimslistum.

Í efsta sæti heimslistans hjá konunum er sem stendur Shanshan Feng, með 7.59 stig.

Sjá stöðuna á Rolex-heimslista kvenna með því að SMELLA HÉR: