Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2018 | 20:00

LET & LPGA: Valdís og Ólafía í sama móti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á Classic Bonville mótinu í Ástralíu.

Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.

Mótið stendur dagana 22.-25. febrúar 2018 og fer fram á Bonville Golf Resort í Bonville, Ástralíu.

Leiknar verða 72 holur á fjórum keppnisdögum.

Sjá má flotta vefsíðu Bonville golfstaðarins í Ástralíu með því að SMELLA HÉR: