Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2018 | 05:45
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur hefur leik í Flórída í dag!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, í Eastern Kentucky University hefja leik í dag í Flórída. Mótið nefnist Amelía Island Collegiate og fer fram í Fernandina Beach í Flórída 19.-20. febrúar 2018. Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Ragnhildur tekur að þessu sinni aðeins þátt í einstaklingskeppninni. Ragnhildur fer út kl. 8:00 að staðartíma í Flórída, sem er kl. 13 að íslenskum tíma. Fylgjast má með gengi Ragnhildar með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2018 | 04:45
Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar og Georgia State luku keppni T-14 í Texas

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og félagar hans í bandaríska háskólagolfinu í liði Georgia State luku í gær keppni á móti, sem nefnist the All American. Mótið fór fram í The Golf Club of Houston í Humble, Texas og stóð 16.-18. febrúar 2018. Þátttakendur voru 99 frá 18 háskólum. Egill Ragnar lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (76 73 73) og varð T-64. Georgia State varð T-14 í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á The All American SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Georgia State er 4. mars í Alabama.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2018 | 04:00
PGA: Bubba sigraði á Genesis Open – Hápunktar 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Bubba Watson, sem sigraði á Genesis Open í Pacific Palisades í Kaliforníu. Þetta er 10. sigur Bubba á PGA Tour og í 3. skiptið sem hann stendur uppi sem sigurvegari á Genesis Open. Sigurskor Bubba var 12 undir pari, 272 högg (68 70 65 69). Öðru sætinu deildu Tony Finau og Kevin Na; báðir á samtals 10 undir pari, 274 höggum, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Genesis Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Genesis Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 40 ára – 18. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Örn Ævar Hjartason. Hann er fæddur 18. febrúar 1978 og á því 40 ára merkisafmæli í dag!!! Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt hægt að tæpa á nokkrum helstu afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, 2009; -7 undir pari 63 högg á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2018 | 15:00
Evróputúrinn: Luiten sigraði í Oman! – Hápunktar 4. dags

Það var hollenski kylfingurinn Joost Luiten sem sigraði á NBO Oman Open. Mótið fór fram á Al Mouj Golf golfstaðnum dagana 15.-18. febrúar 2018. Luiten lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (72 66 66 68). Fyrir sigur sinn hlaut Luiten sigurtékka upp á € 233,235. Í 2. sæti varð Englendingurinn Chris Wood, 2 höggum á eftir Luiten á samtals 14 undir pari og í 3. sæti varð Frakkinn Julien Guerrier á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á NBO Oman Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags á NBO Oman Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Elina Nummenpää (15/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2018 | 12:00
Brot af golftískunni vor/sumar 2018

Margir Íslendingar leggja land undir fót eða fljúga til heitari landa til þess að leggja stund á uppáhaldsiðjuna, golfið. Spánn, Portúgal og Flórída eru vinsælir áfangastaðir en áfangastöðum íslenskra kylfinga fjölgar samt stöðugt. Tilgangurinn með ferðinni; oftast afslöppun eftir mikla vinnu og erfiðan vetur, en einnig að prófa nýju golfgræjurnar eða komast aftur upp á lagið með þær gömlu. Svo er ekki verra að líta skæslega út, út á velli. Golf 1 hefir hér tekið saman örlítið brot af golftískunni 2018: Kvenbuxur og bolur frá Falke Kvengolfbuxur frá Alberto Golf (Svolítið í anda John Daly 🙂 ) Herrader og bolur frá FootJoy/Titleist: Lexi og Rickie auglýsa fyrir Puma/Cobra og skemmtilegur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2018 | 10:00
Justin Thomas: „Háværir áhangendur óásættanlegir!“

Justin Thomas lék fyrstu tvo hringina á Genesis Open í stjöruholli, ásamt þeim Tiger Woods og Rory McIlroy. Hann var vægast sagt þreyttur á sirkusnum þ.e. mannfjöldanum sem fylgir Tiger hvert sem hann fer og hávaðanum sem honum fylgir. „Já, það var frekar villt þessa fyrstu daga. Það var allt í lagi í smá stund í dag, en þarna í lokinni fór þetta svolítið úr böndunum, „sagði Thomas pirraður eftir 2. hring Genesis mótsins. „Ég hugsa að þetta sé hluti af þeim (PGA mótunum) núna, því miður. Ég vildi að svo væri ekki. Ég vildi að fólki þætti ekki svona gaman að hrópa og allt það þegar við erum að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2018 | 04:00
LPGA: Valdís Þóra lauk keppni 4 yfir pari á Opna ástralska

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lauk nú í þessu keppni á ISPS Handa Women´s Australian Open, sem er mót vikunnar á LPGA. Mótið fór fram dagana 15.-18. febrúar 2018. Valdís Þóra komst á glæsilegan hátt í gegnum niðurskurð, eftir að hafa spilað fyrstu tvo hringina á parinu; seinni tvo nú um helgina lék hún á 2 yfir pari, hvorn. Hún var því samtals á 4 yfir pari, 292 höggum (72 72 74 74). Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Women´s Australia Open SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Valdísar Þóru er eftir 4 daga, Ladies Classic Bonville, sem fer fram í Bonville, Ástralíu og er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2018 | 01:00
PGA: Bubba Watson efstur f. lokahring Genesis Open – Hápunktar 3. dags

Það er Bubba Watson sem tekið hefir forystu eftir 3. keppnisdag á Genesis Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Bubba hefir spilað á samtals 10 undir pari, 203 höggum (68 70 65). Í 2. sæti á hæla Bubba er Patrick Cantlay 1 höggi á eftir. Spilað er í Pacific Palicades, í Kaliforníu. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Genesis Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Genesis Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

