Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2018 | 15:00

Evróputúrinn: Luiten sigraði í Oman! – Hápunktar 4. dags

Það var hollenski kylfingurinn Joost Luiten sem sigraði á NBO Oman Open.

Mótið fór fram á Al Mouj Golf golfstaðnum dagana 15.-18. febrúar 2018.

Luiten lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (72 66 66 68).

Fyrir sigur sinn hlaut Luiten sigurtékka upp á € 233,235.

Í 2. sæti varð Englendingurinn Chris Wood, 2 höggum á eftir Luiten á samtals 14 undir pari og í 3. sæti varð Frakkinn Julien Guerrier á samtals 13 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á NBO Oman Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 4. dags á NBO Oman Open með því að SMELLA HÉR: