Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2018 | 04:00

LPGA: Valdís Þóra lauk keppni 4 yfir pari á Opna ástralska

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lauk nú í þessu keppni á ISPS Handa Women´s Australian Open, sem er mót vikunnar á LPGA.

Mótið fór fram dagana 15.-18. febrúar 2018.

Valdís Þóra komst á glæsilegan hátt í gegnum niðurskurð, eftir að hafa spilað fyrstu tvo hringina á parinu; seinni tvo nú um helgina lék hún á 2 yfir pari, hvorn.

Hún var því samtals á 4 yfir pari, 292 höggum (72 72 74 74).

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Women´s Australia Open SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Valdísar Þóru er eftir 4 daga, Ladies Classic Bonville, sem fer fram í Bonville, Ástralíu og er hluti af Evrópumótaröð kvenna (LET).

Í því móti mun Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og LPGA, einnig taka þátt.