Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2018 | 05:45

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur hefur leik í Flórída í dag!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, í Eastern Kentucky University hefja leik í dag í Flórída.

Mótið nefnist Amelía Island Collegiate og fer fram í Fernandina Beach í Flórída 19.-20. febrúar 2018.

Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Ragnhildur tekur að þessu sinni aðeins þátt í einstaklingskeppninni.

Ragnhildur fer út kl. 8:00 að staðartíma í Flórída, sem er kl. 13 að íslenskum tíma.

Fylgjast má með gengi Ragnhildar með því að SMELLA HÉR: