Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 09:40

Guðrún Brá og Valdís Þóra á úrtökumóti f. Opna bandaríska – Valdís á -1 e. 9 holur – Fylgist með HÉR!!!

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið. Keppt er á Buckinghamshire vellinum á Englandi og hófst mótið í dag 14. maí n.k. og verða leiknar 36 holur. Fjórir efstu kylfingarnir tryggja sér keppnisrétt á risamótinu sem fram fer í Shoal Creek í Alabama í Bandaríkjunum dagana 29. maí – 3. júní Alls eru 78 keppendur á þessu úrtökumóti. Valdís Þóra endaði í 3.-5. sæti á þessu móti í fyrra. Tveir efstu kylfingarnir í mótinu komust beint inn á Opna bandaríska. Valdís komst í þriggja manna bráðabana um tvö laus sæti til viðbótar – en þar náði hún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 09:15

Berglind lauk keppni á Opna írska

Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á +19 samtals á Opna írska áhugamannamótinu. Keppt var á Louth Golf Club en parið á vellinum er 74 högg. Alls voru leiknir þrír hringir og komust 50 efstu að loknum öðrum keppnisdeginum í gegnum niðurskurðinn. Berglind lék hringina þrjá á 81-81-79. Berglind var í fimmta sæti eftir fyrsta hringinn og í því 25. sæti eftir 2. keppnisdag. Berglind endaði í 30. sæti en Hannah McCook frá Skotlandi sigraði á +1 samtals (81-69-73). Sjá má lokastöðuna á Opna írska með því að SMELLA HÉR:  Texti: GSÍ Mynd: Golf1.is


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Joakim Lagergren?

Sænski kylfingurinn Joakim Lagergren vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni í gær, 13. maí 2018, þegar hann sigraði á Rocco Forte Sicilian Open á Sikiley. Lagergren er ekki þekktasti kylfingurinn á Evrópumótaröðinni, þannig að það er ekki von að sumir spyrji: Hver er kylfingurinn?´ Joakim Lagergren fæddist 15. nóvember 1991 og er því 26 ára. Hann á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Lorena Ochoa og Ottó „okkar“ Sigurðsson. Joakim byrjaði að spila golf 6 ára þegar stjúpfaðir hans, Ola Eliasson, varð fjölskyldumeðlimur. Hann hlaut innblástur með því að fylgja Eliasson eftir á golfvellinum á mótum og ákvað að hann ætlaði að verða eins og stjúpi sinn, en hann er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 08:00

PGA: Albatross Koepka á Players

Brooks Koepka fékk frábæran albatross á The Players, sem oft er nefnt 5. risamótið. Albatrossinn kom á par-5 16. holu TPC Sawgrass. Sjá má myndskeið með albatross Koepka með því að SMELLA HÉR: Koepka, sem er að ná sér eftir úlnliðsmeiðsli jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass á Ponte Vedra Beach á frábærum lokahring sínum, sem hann lék á 63 höggum. Það nægði Koepka þó ekki nema í T-11 árangur í mótinu. Aðalfréttagluggi: Brooks Koepka fagnar albatross á 16. braut TPC Sawgrass á lokahring The Players 2018


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 07:00

Hvað var í sigurpoka Simpson?

Í sigurpoka Simspon á The Players var eftirfarandi golfútbúnaður: Dræver: Titleist 917D2 (Graphite Design Tour AD IZ 5X skaft), 9.5°. 3-tré: TaylorMade (Mitsubishi Chemical Tensei CK Pro 70TX skaft), 15°. 5-tré: Titleist 913Fd (UST Mamiya Proforce VTS 8TX skaft), 18°. Blendingar: Titleist 913Hd (Graphite Design Tour AD DI 105X Hybrid skaft), 20°, Titleist 915Hd (True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 skaft), 23.5°. Járn: Titleist 718 MB (5-PW; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft). Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM7 (54-14F °; True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 skaft), Titleist Vokey Design 2017 Prototype (60-06K°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 skaft). Pútter: Odyssey Tank Cruiser V Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2018 | 23:59

PGA: Simpson sigurvegari Players

Það var bandaríski kylfingurinn Webb Simpson sem sigraði á The Players. Sigurskor hans var 18 undir pari, 270 högg (66 63 68 73). Sigur Simpson var nokkuð sannfærandi en hann átti 4 högg á næstu keppendur sem deildu 2. sætinu, en það voru Charl Schwartzel, Jimmy Walker og Xander Schauffele, allir á samtals 14 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á The Players að öðru leyti  SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahrings The Players SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta frá 17. holu á lokahring The Players SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Lagergren sigraði á Sikiley

Það var sænski kylfingurinn Joakim Lagergren sem sigraði á Rocco Forte Open. Mótið fór fram í Verdura golfklúbbnum í Agrigento á Sikiley dagana 10.-13. maí 2018. Lagergren sigraði eftir bráðabana við Mike Lorenzo-Vera frá Frakklandi. Báðir voru á 16 undir pari, 268 höggum eftir hefðbundnað 72 holur; Lagergren á (71 66 63 68) og Lorenzo-Vera á (71 64 63 70). Birgir Leifur Hafsteinsson lék í þessu móti en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Til þess að sjá lokastöðuna á Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Loftsson —— 13. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Loftsson. Arnar er fæddur 13. maí 1967 og á því 51 árs afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Arnars hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Arnar Loftsson (50 ára afmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jóhannes Ólafsson, 13. maí 1951 (67 ára); Finnur Sturluson, 13. maí 1952 (66 ára); Iain McGregor (kylfusveinn Alastair Forsyth) f. 13. maí 1961 – d. 11. maí 2014; Hafsteinn Sigurður Hafsteinsson, 13. maí 1965 (53 ára); Patrik Sjöland 13. maí 1971 (47 ára); Nathan Andrew Green, 13. maí 1975 (43 ára); Caroline Hedwall, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2018 | 21:00

Dagur útskrifaður frá Catawba

Dagur Ebenezersson útskrifaðist frá Catawba háskóla, þar sem hann hefir stundað nám og spilað með golfliði háskólans undanfarin 4 ár. Catawba er í hinni sögufrægu borg Salisbury í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Dagur er snjall kylfingur, en ekki síður hefir námið gengið vel – Dagur útskrifaðist með 2 aðal- og 2 undirgreinar frá Catawba, helmingi meira en flestir útskrifast með!!! … og það þrátt fyrir að hafa spilað með golfliði skólans, sem tekur mikinn tíma. Hann segir m.a. á vefsíðu sinni að árin í Catawba hafi verið ánægjuleg og er þakklátur fyrir fólkið sem hann kynntist þar. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Dag með því að SMELLA HÉR:  Golf Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2018 | 20:00

Berglind T-25 á Írlandi e. 2. dag

Berglind Björnsdóttir, GR, tekur þátt í Irish Women’s Open Stroke Play Championship, sem stendur dagana 11.-13. maí 2018. Mótið fer fram í Co. Louth golfklúbbnum á Írlandi, sem er par-74. Eftir 2 keppnisdaga er Berglind í 25. sætinu, búin að spila á samtals 14 yfir pari, 162 höggum (81 81). Berglind er búin að spila báða hringina 7 yfir pari, í dag fékk hún 1 fugl, 6 skolla og 1 skramba. Til þess að sjá stöðuna á Irish Women’s Open Stroke Play Championship SMELLIÐ HÉR: