Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 08:00

PGA: Albatross Koepka á Players

Brooks Koepka fékk frábæran albatross á The Players, sem oft er nefnt 5. risamótið.

Albatrossinn kom á par-5 16. holu TPC Sawgrass.

Sjá má myndskeið með albatross Koepka með því að SMELLA HÉR:

Koepka, sem er að ná sér eftir úlnliðsmeiðsli jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass á Ponte Vedra Beach á frábærum lokahring sínum, sem hann lék á 63 höggum.

Það nægði Koepka þó ekki nema í T-11 árangur í mótinu.

Aðalfréttagluggi: Brooks Koepka fagnar albatross á 16. braut TPC Sawgrass á lokahring The Players 2018