Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 09:15

Berglind lauk keppni á Opna írska

Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á +19 samtals á Opna írska áhugamannamótinu. Keppt var á Louth Golf Club en parið á vellinum er 74 högg.

Alls voru leiknir þrír hringir og komust 50 efstu að loknum öðrum keppnisdeginum í gegnum niðurskurðinn.

Berglind lék hringina þrjá á 81-81-79. Berglind var í fimmta sæti eftir fyrsta hringinn og í því 25. sæti eftir 2. keppnisdag.

Berglind endaði í 30. sæti en Hannah McCook frá Skotlandi sigraði á +1 samtals (81-69-73).

Sjá má lokastöðuna á Opna írska með því að SMELLA HÉR: 

Texti: GSÍ Mynd: Golf1.is