Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2018 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Joakim Lagergren?

Sænski kylfingurinn Joakim Lagergren vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni í gær, 13. maí 2018, þegar hann sigraði á Rocco Forte Sicilian Open á Sikiley.

Lagergren er ekki þekktasti kylfingurinn á Evrópumótaröðinni, þannig að það er ekki von að sumir spyrji: Hver er kylfingurinn?´

Joakim Lagergren fæddist 15. nóvember 1991 og er því 26 ára. Hann á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Lorena Ochoa og Ottó „okkar“ Sigurðsson. Joakim byrjaði að spila golf 6 ára þegar stjúpfaðir hans, Ola Eliasson, varð fjölskyldumeðlimur. Hann hlaut innblástur með því að fylgja Eliasson eftir á golfvellinum á mótum og ákvað að hann ætlaði að verða eins og stjúpi sinn, en hann er enn þjálfari Joakim.

Lagergren gerðist atvinnumaður 2010 og byrjaði ferilinn í the Nordic League. Með 2 sigrum á þeirri mótaröð ávann hann sér kortið sitt á Áskorendamótaröðinni 2011 og hann varð 86. á stigalistanum, en besta frammistaða hans var í Norwegian Challenge, þar sem hann landaði 6. sætinu. Hann vann undanúrtökumótið í Q-school á El Valle Golf Resort, áður en hann tók 12. kortið á lokaúrtökumótinu í Girona 2011.

Sigrar Lagergren á árunum 2010-2013 voru eftirfarandi:

2010 Landskrona Masters (Nordic League)
2011 ECCO Spanish Open (Nordic League)
2013 Isaberg Open (Nordic League), Marbella Club Golf Resort (Gecko Pro Tour)

Joakim varð aftur að fara í Q-school 2014, en stóð sig lakar en í fyrra skiptið, endaði  í 20. sæti. Sama ár, 2014 sigraði Lagergren í 1. sinn á Áskorendamótaröð Evrópu þ.e. á the Northern Ireland Open Challenge.

Í fyrra, árið 2017, var Lagergren nálægt því að sigra í 1. sinn á Evróputúrnum en tapaði í bráðabana á  Commercial Bank Qatar Masters fyrir Wang Jeung-hun frá S-Kóreu.

Alls hefir Lagergren því sigrað í 6 atvinnumannamótum í golfinu.

Áhugamál Joakim fyrir utan golfið er tónlist en hann er mikill aðdáandi sænsku hljómsveitarinnar Swedish House Mafia.