Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Lagergren sigraði á Sikiley

Það var sænski kylfingurinn Joakim Lagergren sem sigraði á Rocco Forte Open.

Mótið fór fram í Verdura golfklúbbnum í Agrigento á Sikiley dagana 10.-13. maí 2018.

Lagergren sigraði eftir bráðabana við Mike Lorenzo-Vera frá Frakklandi.

Báðir voru á 16 undir pari, 268 höggum eftir hefðbundnað 72 holur; Lagergren á (71 66 63 68) og Lorenzo-Vera á (71 64 63 70).

Birgir Leifur Hafsteinsson lék í þessu móti en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá lokastöðuna á Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR: