Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2018 | 21:00

Dagur útskrifaður frá Catawba

Dagur Ebenezersson útskrifaðist frá Catawba háskóla, þar sem hann hefir stundað nám og spilað með golfliði háskólans undanfarin 4 ár.

Catawba er í hinni sögufrægu borg Salisbury í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Dagur er snjall kylfingur, en ekki síður hefir námið gengið vel – Dagur útskrifaðist með 2 aðal- og 2 undirgreinar frá Catawba, helmingi meira en flestir útskrifast með!!! … og það þrátt fyrir að hafa spilað með golfliði skólans, sem tekur mikinn tíma.

Hann segir m.a. á vefsíðu sinni að árin í Catawba hafi verið ánægjuleg og er þakklátur fyrir fólkið sem hann kynntist þar.

Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Dag með því að SMELLA HÉR: 

Golf 1 óskar Degi innilega til hamingju með útskriftina og alls góðs í framtíðinni!!!