Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2023 | 22:00
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á 72 e. 1. dag á Made in Himmerland mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, tekur þátt í Made in Himmerland mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla (DP World Tour). Mótið fer fram dagana 6.-9. júlí 2023 í Himmerland, Farsø, Danmörku. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 2 yfir pari, 72 höggum og er sem stendur T-52 af 156 þátttakendum í mótinu. Skotinn Robert McIntyre er efstur; kom í hús í dag á 6 undir pari, 64 höggum. Sjá má stöðuna á Made in Himmerland mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2023 | 20:00
Meistaramót 2023: Heiður Björk og Helgi klúbbmeistarar GVS

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar fór fram dagana 28. júní – 1. júlí 2023. Klúbbmeistarar GVS 2023 eru þau Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson. Í ár voru þátttakendur í meistaramóti GVS 34 og var keppt í 8 flokkum. Helstu úrslit voru þessi: Meistaraflokkur karla: 1 Helgi Runólfsson +8 296 högg (85 71 71 69) 2 Ívar Örn Magnússon +28 316 högg (83 79 75 79) 3 Sverrir Birgisson +44 332 högg (88 80 81 83) Meistaraflokkur kvenna: 1 Heiður Björk Friðbjörnsdóttir +34 322 högg (79 82 82 79) 2 Sigurdís Reynisdóttir +77 365 högg (98 93 87 87) Sjá má öll úrslit úr meistaramóti GVS í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Heiður Björk og Helgi. Mynd: GVS
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ragnarsdóttir – 6. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ragnarsdóttir. Þóra Kristín er fædd 6. júlí 1998 og því 25 ára stórafmæli í dag!!! Þóra Kristín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún spilaði á Íslandsbankamótaröðinni og hefir staðið sig vel þar á undanförnum árum. Árið 2012, sigraði Þóra Kristín t.a.m. á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka að Hellishólum og spilaði um 1. sætið á 3. mótinu á Korpu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnaud Massey, 6. júlí 1877; Þórhalla Arnardóttir, 6. júlí 1964 (59 ára); Liz Baffoe, 6. júlí 1969 (54 ára); Azuma Yano, 6. júlí 1977 (46 árs); Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ, 6. júlí 2006 (17 ára); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2023 | 12:00
LET: Carmen Alonso sigraði á Ladies Open í Finnlandi

Það var hins spænska Carmen Alonso, sem sigraði á móti vikunnar á LET, Ladies Open by Pickala Rock Resort. Alonso lék á samtals 15 undir pari, (64 69 68) og átti 1 högg á Johönnu Gustavson frá Svíþjóð. Þessar tvær voru í nokkrum sérflokki því næstu keppendur sem deildu 3. sætinu voru heilum 5 höggum á eftir þ.e. á samtals 9 undir pari, hver, þ.e. þær Olivia Mehaffey frá N-Írlandi og hin franska Anne-Charlotte Mora. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var meðal keppenda í mótinu, en komst því miður ekki gegnum niðurskurð. Sjá má lokastöðuna á Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón D Gunnarsson – 5. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón D Gunnarsson. Guðjón er fæddur 5. júlí 1943 og á því 80 ára afmæli. Komast má á facebook síðu Guðjóns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Guðjón D Gunnarsson (80 ára– Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigurður Hafsteinsson, 5. júlí 1956 (62 ára); Jeff Hall, 5. júlí 1957 (61 árs); Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir/Mensý, 5. júlí 1964 (54 ára); Valdís Guðbjörnsdóttir 5. júlí 1967 (51 árs ); Markus Brier, 5. júlí 1968 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!), Íris Björg Þorvarðardóttir, 5. júlí 1974 (44 ára); Snorri PállÓlafsson, 5. júlí 1989 (29 ára); Agnar Daði Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2023 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Taylor Montgomery (21/50)

Taylor Allen Montgomery fæddist 30. janúar 1995 í Las Vegas, Nevada. Hann er sonur Mikellu og Monte Montgomery. Faðir Taylors,Monte er upprunalega frá Colorado og var kylfingur við háskólann í Nevada, Las Vegas. Hann spilaði fyrir UNLV Rebels frá 1989 til 1992 og varð m.a. All-American. Monte spilaði í einu móti á PGA mótaröðinni árið 1994, eftir að hann komst í gegnum úrtökumót fyrir Buick Invitational í Kaliforníu, sem fram fór á Torrey Pines golfvellinum. Monte varð í 24. sæti.Monte varð síðar framkvæmdastjóri á Shadow Creek golfvellinum, í Las Vegas. Áhugamannsferill Taylor Montgomery Taylor Montgomery útskrifaðist frá Foothill High School árið 2013, þar sem hann var meðal þeirra bestu öll fjögur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jón Ævarr Erlingsson– 4. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Jón Ævarr Erlingsson. Arnar er fæddur 4. júlí 1968 og á því 55 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að Arnari til hamingju með stórafmælið hér að neðan Jón Ævarr Erlingsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stefán Garðarsson, 4. júlí 1964 (59 ára); Örn Stefánsson er fæddur 4. júlí 1966 (57 ára); Arnar Olsen Richardsson, 4. júlí 1968 (55 ára); Þórunn Sif Friðriksdóttir, 4. júlí 1971 (52 ára); Jón Ævarr Erlíngsson, 4. júlí 1968 (55 ára); Yesmin Olsson, 4. júlí 1973 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Mix DeTrix, 4. júlí 1975 (48 ára); Sam Stevens, 4. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2023 | 18:00
PGA: Rickie Fowler sigraði loksins!

Rickie Fowler sigraði á Rocket Mortgage Classic PGA móti vikunnar. Mótið fór fram dagana 29. júní – 2. júlí 2023 í Detroit GC í Detroit, Michigan og lauk í gær. Fowler varð að hafa fyrir sigrinum, því eftir hefðbundnar leiknar holur voru 2 kylfingar auk Fowler efstir og jafnir þ.e Collin Morikawa og Adam Hadwin frá Kanada voru líka búnir að spila á samtals 24 undir pari, líkt og Fowler. Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Fowler best. Þetta er fyrsti sigur Rickie Fowler í 4 ár, en síðast sigraði hann árið 2019. Sjá má lokastöðuna á Rocket Mortgage Classic með því að SMELLA HÉR: Í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Eggert Kristján Kristmundsson – 3. júlí 2023

Það er Eggert Kristján Kristmundsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Eggert Kristján er fæddur 3. júlí 1988 og á því 35 ára afmæli í dag! Eggert Kristján Kristmundsson, GR. Mynd: Golf 1 Eggert Kristján Kristmundsson– Innilega til hamingju með 35 ára afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Johnny C. Palmer, f. 3. júlí 1918 – d. 14. september 2006; Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir, 3. júlí 1956 (67 ára); Postulín Svövu (64 ára); Baldvin Örn Berndsen, 3. júlí 1962 (61 árs); Halldór Örn Sudsawat Oddsson, 3. júlí 1964 (59 ára); Marsibil Sæmundardóttir, 3. júlí 1974 (49 ára); Anna Jóna Jósepsdóttir, 3. júlí 1987 (36 ára); Ji-Young Oh, 3. júlí Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2023 | 23:45
LIV: Talor Gooch m/ 3. sigur sinn á LIV mótaröðini

LIV golfmótaröðin hélt enn eitt mót dagana 30. júní – 2. júlí 2023, nú á Valderrama golfvellinum í Andaluciu, Spáni og lauk mótinu nú fyrr í dag. Sigurvegari á mótinu í Andaluciu var Talor Gooch en hann er nú búinn að hljóta tékka upp á $ 4 milljónir, 3 sinnum nú í ár á LIV mótaröðinni! Sigurskor Gooch var samtals 12 undir pari á eftir 3 keppnishringi. Hann átti 1 högg á Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti. Sjá má lokastöðuna á LIV Andalucia með því að SMELLA HÉR: Næsta mót á LIV golfmótaröðinni fer fram dagana 7.-9. júlí á Centurion golfvellinum í Hertfordshire, Englandi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

