Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2023 | 12:00

LET: Carmen Alonso sigraði á Ladies Open í Finnlandi

Það var hins spænska Carmen Alonso, sem sigraði á móti vikunnar á LET, Ladies Open by Pickala Rock Resort.

Alonso lék á samtals 15 undir pari, (64 69 68) og átti 1 högg á Johönnu Gustavson frá Svíþjóð.

Þessar tvær voru í nokkrum sérflokki því næstu keppendur sem deildu 3. sætinu voru heilum 5 höggum á eftir þ.e. á samtals 9 undir pari, hver, þ.e. þær Olivia Mehaffey frá N-Írlandi og hin franska Anne-Charlotte Mora.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var meðal keppenda í mótinu, en komst því miður ekki gegnum niðurskurð.

Sjá má lokastöðuna á Ladies Open með því að SMELLA HÉR: