
Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Taylor Montgomery (21/2023)
Taylor Allen Montgomery fæddist 30. janúar 1995 í Las Vegas, Nevada.
Hann er sonur Mikellu og Monte Montgomery. Faðir Taylors,Monte er upprunalega frá Colorado og var kylfingur við háskólann í Nevada, Las Vegas. Hann spilaði fyrir UNLV Rebels frá 1989 til 1992 og varð m.a. All-American. Monte spilaði í einu móti á PGA mótaröðinni árið 1994, eftir að hann komst í gegnum úrtökumót fyrir Buick Invitational í Kaliforníu, sem fram fór á Torrey Pines golfvellinum. Monte varð í 24. sæti.Monte varð síðar framkvæmdastjóri á Shadow Creek golfvellinum, í Las Vegas.
Áhugamannsferill Taylor Montgomery
Taylor Montgomery útskrifaðist frá Foothill High School árið 2013, þar sem hann var meðal þeirra bestu öll fjögur árin í golfi. Hann vann 4A drengjameistaramótið fyrir einstaklinga í framhaldsskóla árin 2011 og 2013. Hann var einnig byrjunarliðsmaður fyrir körfuboltalið skólans og lék frá 2011 til 2013 sem framherji.
Montgomery fetaði síðan í fótspor föður síns og fór í háskólann í Nevada í Las Vegas þar sem hann lék í bandaríska háskólagolfinu. Þjálfari hans var langtíma þjálfari UNLV golfáætlunarinnar, Dwaine Knight. Þetta var í fyrsta sinn sem Knight þjálfaði bæði föður og son. Taylor Montgomery sigraði á Gene Miranda Falcon Invitational árið 2014, með skor upp á 10 undir 206, einu höggi á undan AJ McInerney og Yannik Paul.
Montgomery átti í erfiðleikum með golfleik sinn á síðustu tveimur árum í háskólanum og gat oft ekki komist í liðið. Hann átti í erfiðleikum með að halda boltanum í leik, sem olli því að hann notaði ekki meira en 2 járn fyrir utan teig í öll mót. Liðsfélagi Taylor í UNLV, Harry Hall, sagði að Montgomery hafi „alltaf verið frábær chippari og púttari“ en átt erfitt með að koma boltanum á flötina á þeim tíma. Taylor Montgomery stundaði samskiptafræði og útskrifaðist árið 2017.
Atvinnuferill Taylor Montgomery
Montgomery gerðist atvinnumaður árið 2017. Í október það ár vann hann upphafsmótið á Major Series of Putting. Hann fékk $75.000 í verðlaun og vann einnig $15.000 í viðbót fyrir að vinna liðshluta mótsins með fyrrum UNLV liðsfélaga sínum Kurt Kitayama. Þessir verðlaunapeningar hjálpuðu til við að tryggja sívaxandi golfferil Montgomery.
Í september 2018 fékk Montgomery fugl á fyrstu holu í úrslitakeppninni í leið sinni að sigri í Sand Hollow Leavitt Group Open, smámótaröð í Utah. Þessi sigur veitti Montgomery undanþágu til að spila í Utah Championship 2019 á Web.com Tour, undanfara Korn Ferry Tour. Keppnistímabilip 2021-2022 varð Montgomery síðan í 4. sæti á stigalistanum og því nú í ár kominn á bestu karlagolfmótaröð í heimi, PGA Tour.
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023