Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2023 | 22:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á 72 e. 1. dag á Made in Himmerland mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, tekur þátt í Made in Himmerland mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla (DP World Tour).

Mótið fer fram dagana 6.-9. júlí 2023 í Himmerland, Farsø, Danmörku.

Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 2 yfir pari, 72 höggum og er sem stendur T-52 af 156 þátttakendum í mótinu.

Skotinn Robert McIntyre er efstur; kom í hús í dag á 6 undir pari, 64 höggum.

Sjá má stöðuna á Made in Himmerland mótinu með því að SMELLA HÉR: