Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2023 | 18:00

PGA: Rickie Fowler sigraði loksins!

Rickie Fowler sigraði á Rocket Mortgage Classic PGA móti vikunnar.

Mótið fór fram dagana 29. júní – 2. júlí 2023 í Detroit GC í Detroit, Michigan og lauk í gær.

Fowler varð að hafa fyrir sigrinum, því eftir hefðbundnar leiknar holur voru 2 kylfingar auk Fowler efstir og jafnir þ.e Collin Morikawa og Adam Hadwin frá Kanada voru líka búnir að spila á samtals 24 undir pari, líkt og Fowler.

Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Fowler best.

Þetta er fyrsti sigur Rickie Fowler í 4 ár, en síðast sigraði hann árið 2019.

Sjá má lokastöðuna á Rocket Mortgage Classic með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Rickie Fowler. Mynd: PGA Tour.