Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 16:20

Dagbjartur með draumahögg á EM karla!

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, fór holu í höggi í gær, 14. júlí 2023, á EM karla. Draumahöggið sló hann á 16. braut á Green Resort Hrubá Borša vellinum, í Slóvakíu. Höggið góða kom í viðureign íslensku karlasveitarinnar við Tyrki, sem lauk með naumum sigri Tyrkjanna 3-2. Þetta er í 5. sinn sem Dagbjartur fær ás á ferli sínum. Golf 1 óskar Dagbjarti innilega til hamingju með ásinn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Edda Júlía Alfreðsdóttir – 15. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Edda Júlía Alfreðsdóttir, listakona. Edda Júlía er fædd 15. júlí 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Eddu Júlíu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Edda Júlía Alfreðsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stephen Dodd, 15. júlí 1966 (57 ára); Andy Scheer, 15. júlí 1969 (54 ára), Stjörnustál Ehf , 15. júlí 1972 (51 árs); Þorvaldur Freyr Friðriksson GR , 15. júlí 1979 (44 ára); Marcel Siem, 15. júlí 1980 (43 ára); Carmen Alonso, 15. júlí 1984 (39 ára); Jackie Stoelting, 15. júlí 1986 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 10:40

Meistaramót 2023: Fannar Ingi og Soffía klúbbmeistarar GHG 2023

Meistaramót Golfklúbbs Hveragerðis (GHG) fór fram dagana 5.-8. júlí 2023 Þátttakendur voru 48 og kepptu þeir í 11 flokkum. Klúbbmeistarar GHG 2023 eru þau Fannar Ingi Steingrímsson og Soffía Theodórsdóttir. Sjá má öll úrslit meistaramótsins í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Helstu úrslit meistaramóts GHG 2023 eru hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Fannar Ingi Steingrímsson +17 305 (71 73 81 80) 2 Elvar Aron Hauksson +31 319 (84 81 76 78) 3 Erlingur Arthursson +38 326 (85 81 78 82) 1. flokkur kvenna: 1 Soffía Theodórsdóttir +97 385 (99 96 93 97) 2 Margrét Jóna Bjarnadóttir +106 394 (97 100 101 96) 3 Margrét Gísladóttir +137 425 (117 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 07:00

Meistaramót 2023: Sigríður Lovísa og Björn klúbbmeistarar GÁ

Meistaramót Golfklúbbs Álftaness (GÁ) fór fram dagana 4.-8. júlí 2023. Þátttakendur voru 29 og kepptu þeir í 4  flokkum. Klúbbmeistarar GÁ eru þau Sigríður Lovísa Sigurðardóttir og Björn Halldórsson. Sigurvegari í 2. flokki karla var Aron Ólafsson og í 60+ Ögmundur Gunnarsson. Einnig voru verðlaun veitt fyrir stigamótsröðina og unnu Íris Dögg Ingadóttir og Anton Kjartansson hana. Haldið var lokahóf um kvöldið, þar sem glæsilegur matur, verðlaunaafhending og skemmtiatriðið voru á dagskrá. Tókst kvöldið einstaklega vel og var trallað fram á nótt. Ekki tókst að hafa unglingaflokk að þessu sinni en má benda á að a.m.k.  fjórir unglingar uppaldir á nesinu unnu sigur í sínum flokkum í öðrum klúbbum! Sjá má öll Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2023 | 20:59

NGL: Axel sigraði á Big Green Egg Swedish Matchplay meistaramótinu – Stórglæsilegur!!!

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, sigraði í dag á Big Green Egg Swedish Matchplay Championship sem fram fór á Skövde vellinum í Svíþjóð. Mótið er hluti af Nordic Golf League sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki. Mótið var holukeppni og sigraði Axel í öllum sex viðureignum sínum í mótinu. Smelltu hér fyrir úrslit og stöðu á mótinu í Svíþjóð.  Sigurinn er mikilvægur fyrir Axel sem fær enn betri stöðu á stigalista mótaraðarinnar. Í lok tímabilsins fá fimm efstu á stigalistanum keppnisrétt á Challenge Tour – Áskorendamótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Með sigri á þessu móti er líklegt að Axel sé þessa stundina í fimmta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björnsson – 14. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björnsson. Birgir er fæddur Bastilludaginn, 14. júlí 1978 og á því 45 ára stórafmæli í dag!!! Hann er menntaður kylfusmiður og starfar í Hraunkoti í Golfklúbbnum Keili, en Birgir er auk þess feykigóður kylfingur. Hann heldur úti frábærri golfsíðu, Golfkylfur.is sem komast má á með því að SMELLA HÉR:  Birgi hlotnaðist sá heiður að vera sæmdur silfurmerki Golfklúbbsins Keilis í maí 2017 á 50 ára afmælisári klúbbsins vegna starfa sinna í þágu klúbbsins. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Birgir Bjornsson (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2023 | 07:30

EM í liðakeppni kvenna 2023: Staðan fyrir lokadaginn

Evrópumót í liðakeppni kvenna 2023 fer fram í Tawast Golf & Country Club, í Finnlandi dagana 11.-15. júlí. Íslenska kvennasveitin sem þátt tekur fyrir Íslands hönd 2023 er svo skipuð: Andrea Bergsdóttir, Hills GC Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Hulda Clara Gestsdóttir, GKG Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR Saga Traustadóttir, GKG Ólafur Björn Loftsson er þjálfari og Árný Lilja Árnadóttir er sjúkraþjálfari íslensku kvennanna. Þátttakendaþjóðir að þessu sinni eru 19: Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Wales og Þýskaland. Keppnisfyrirkomulagið er þannig að fyrstu tvo dagana er spilaður höggleikur og þrjá næstu daga holukeppni. Fimm bestu skorin Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Carl Yuan (25/50)

Í dag verður kynntur sá sem var efstur, þ.e. í 1. sæti  eftir reglulega tímabilið á Korn Ferry Tour, Carl Yuan. Hinn daginn verður síðan byrjað að kynna hina 25, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour 2024 vegna góðrar frammistöðu á Korn Ferry Tour Finals. Carl Yuan m.ö.o Yuan Yechun, er fæddur 21. mars 1997 í Dalían, Kína og því 24 ára. Carl Yuan er 1,78 á hæð og 88 kg. Sem áhugamaður í golfi í Kína sigraði Carl Yuan m.a. í: 2013 Junior All-Star at Mission Inn, Scott Robertson Memorial, Beijing Junior Open 2015 China Team Championship Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Washington. Á háskólaárum sínum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sóley Elíasdóttir – 13. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Sóley Elíasdóttir, leikkona og eigandi Soley snyrtivörufyrirtækisins. Sóley er fædd 13. júlí 1967 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Sóleyju til hamingju með afmælið Sóley Elíasdóttir Sóley Elíasdóttir 56 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sumarlína Ehf (93 ára); Ian Stanley Palmer, 13. júlí 1957 (66 ára); Sóley Elíasdóttir, f, 13. júlí 1967 (56 ára); Tyson Alexander, 13. júlí 1988 (35 ára) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2023 | 10:00

Meistaramót 2023: Karlotta og Magnús Máni klúbbmeistarar NK

Meistaramót Nesklúbbsins (NK) fór fram dagana 28. júní .-8. júlí sl. Þátttakendur í ár voru 223 og kepptu þeir í 18 flokkum. Klúbbmeistarar NK 2023 eru þau Karlotta Einarsdóttir og Magnús Máni Kjærnested. Þetta er í 19. sinn sem Karlotta hampar klúbbmeistaratitli NK en þetta er fyrsti klúbbmeistaratitill Magnúsar Mána hjá NK. Magnús Máni varð jafnframt að hafa fyrir titlinum því að loknum hefðbundnum 4 keppnishringjum var hann jafn Kjartani Óskari Guðmundssyni og varð því að koma til umspils milli þeirra, þar sem Magnús Máni hafði betur. Sjá má öll úrslit meistaramóts NK 2023 í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Helstu úrslit meistaramótsins má sjá hér að neðan: Meistaraflokkur Lesa meira