
NGL: Axel sigraði á Big Green Egg Swedish Matchplay meistaramótinu – Stórglæsilegur!!!
Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, sigraði í dag á Big Green Egg Swedish Matchplay Championship sem fram fór á Skövde vellinum í Svíþjóð. Mótið er hluti af Nordic Golf League sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.
Mótið var holukeppni og sigraði Axel í öllum sex viðureignum sínum í mótinu.
Smelltu hér fyrir úrslit og stöðu á mótinu í Svíþjóð.
Sigurinn er mikilvægur fyrir Axel sem fær enn betri stöðu á stigalista mótaraðarinnar.
Í lok tímabilsins fá fimm efstu á stigalistanum keppnisrétt á Challenge Tour – Áskorendamótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Með sigri á þessu móti er líklegt að Axel sé þessa stundina í fimmta sæti á stigalistanum. Þegar þessi frétt var skrifuð var ekki búið að uppfæra stigalista mótaraðarinnar.
Smelltu hér fyrir stigalistann.
Axel hefur leikið á alls 12 mótum á tímabilinu. Hann hefur þrívegis endað í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti.
Þeir kylfingar sem ná að sigra á þremur mótum á tímabilinu fá keppnisrétt á Challenge Tour.
Árið 2017 varð Axel stigameistari á Nordic Golf League og var valinn kylfingur ársins á mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið inn á Challenge Tour þar sem hann lék tímabilið 2017-2018.
Haraldur Franklín Magnús, GR, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, hafa báðir komist inn á Challenge Tour – Áskorendamótaröðina, með góðum árangri á Nordic Golf League.
Mynd og texti: GSÍ
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023