Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 16:20

Dagbjartur með draumahögg á EM karla!

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, fór holu í höggi í gær, 14. júlí 2023, á EM karla.

Draumahöggið sló hann á 16. braut á Green Resort Hrubá Borša vellinum, í Slóvakíu.

Höggið góða kom í viðureign íslensku karlasveitarinnar við Tyrki, sem lauk með naumum sigri Tyrkjanna 3-2.

Þetta er í 5. sinn sem Dagbjartur fær ás á ferli sínum.

Golf 1 óskar Dagbjarti innilega til hamingju með ásinn!!!