Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2023 | 07:00

Meistaramót 2023: Linda Björk og Ástmundur klúbbmeistarar GÞ

Meistaramót Golfklúbbs Þorlákshafnar (GÞ) fór fram dagana 28. júní – 1. júlí 2023. Þátttakendur að þessu sinni voru 27 og kepptu þeir í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GÞ 2023 eru Linda Björk Bergsveinsdóttir og Ástmundur Sigmarsson. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Helsu úrslit úr meistaramóti GÞ 2023 eru. þessi: Meistaraflokkur karla 1 Ástmundur Sigmarsson +31 319 högg (86 85 76 72) 2 Óskar Gíslason +38 326 (81 83 80 82) 3 Helgi Róbert Þórisson +40 328 (83 80 82 83) Meistaraflokkur kvenna 1 Linda Björk Bergsveinsdóttir +36 252 högg (81 85 86) 2 Rósa Ágústsdóttir Morthens +67 283 högg (100 90 93) 3 Svava Skúladóttir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2023 | 06:00

Jón Karlsson Íslandsmeistari karla 50+ 2023

Íslandsmót karla 50+ fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði 13.-15. júlí 2023. Þátttakendur í Íslandsmóti karla 50+ að þessu sinni voru 49. Íslandsmeistri karla 50+ er Jón Karlsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Helstu úrslit  á Íslandsmóti karla 50+ urðu  þessi: 1 Jón Karlsson GR +11 227 högg  (75 74 78) 2 Hjalti Pálmason GM  +13 229 högg (79 77 73) 3 Sigurbjörn Þorgeirsson GKF +14 230 högg (78 80 72) Í aðalmyndaglugga f.v.: Hjalti – Jón Karlsson Íslandsmeistari karla 50+ 2023 – Sigurbjörn. Mynd: GSí


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2023 | 21:30

Þórdís Íslandsmeistari kvenna 50+ 9. árið í röð!!!!

Íslandsmót 50+ fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, dagana 13.-15. júlí 2023. Þórdís Geirsdóttir, GK, er Íslandsmeistari í flokki kvenna 50+ 9. árið í röð. Glæsileg!!! Sigurskor hennar var 31 yfir pari, 247 högg (85 83 79). Í 2. sæti varð María Málfríður  Guðnadóttir, GKG, á samtals 38 yfir pari 254 höggum (89 86 79) og í 3. sæti varð Líney Rut Halldórsdóttir, GR, á samtals 43 yfir pari, 259 höggum (90 83 86). Þátttakendur í Íslandsmóti kvenna 50+ voru alls 23 og má sjá öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga f.v.: Líney Rut, Íslandsmeistari kvenna 50+ Þórdís Geirs og María Málfríður. Mynd: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2023 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur m/ glæsilokahring – 69 – á Euram Bank Open!

Haraldur Franklín Magnús, GR, lauk keppni í dag á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour), Euram Bank Open með glæsilokahring – 69 höggum!!! Mótið fór fram dagana 13. -16. júlí 2023 í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki. Samtals lék Haraldur Franklín á sléttu pari, 280 höggum (70 69 72 69) og lauk keppni T-54, en hann fór upp um 15 sæti frá því deginum áður. Flottur!!! Sigurvegari mótsins varð Casey Jarvin frá S-Afríku, en hann lék á samtals 18 undir pari, 262 höggum (65 63 65 69). Sjá má lokastöðuna á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Íris Hera Jónsdóttir – 16. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Íris Hera Jónsdóttir. Íris Hera er fædd 16. júlí 1958 og á því 65 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Íris Hera Jónsdóttir – 65 ára afmæli – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anna Sigríður Pálsdóttir, 16. júlí 1947 (76 ára); Guðmundur Einarsson, GSG, 16. júlí 1951 (72 ára); Íris Hera Jónsdóttir, 16. júlí 1958 (65 ára; Sóley Ragnarsdóttir, 16. júlí 1961 (62 ára); Tom Gillis, 16. júlí 1968 (55 ára); Rodney Fletcher, 16. júlí 1968 (55 ára); Stuart Cage, 16. júlí 1973 (50 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2023 | 08:00

Meistaramót 2023: Arnar Snær og Elísabet klúbbmeistarar GKB

Meistaramót Golfklúbbsins Kiðjabergs (GKB) fór fram dagana 13.-15. júlí 2023 og lauk því í gær. Þátttakendur að þessu sinni voru 94 og kepptu þeir í 10 flokkum. Hafa þátttakendur sjaldan verið fleiri! Klúbbmeistarar GKB eru þau Arnar Snær Hákonarson og Elísabet Ólafsdóttir. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR, en þau helstu hér fyrir neðan: Meistaraflokkur karla 1 Arnar Snær Hákonarson +15 228 (76 76 76) 2 Andri Jón Sigurbjörnsson +25 238 (83 74 81) 3 Gunnar Þór Heimisson +27 240 (78 85 77) Meistaraflokkur kvenna: 1 Elísabet Ólafsdóttir +39 252 (89 78 85) 2 María Ísey Jónasdóttir +46 259 (86 86 87) 3 Regína Sveinsdóttir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 21:20

Meistaramót 2023: Sigurbergur og Sísí Lára klúbbmeistarar GV

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja fór fram dagana 12.-15. júlí 2023 og lauk því nú í dag. Þátttakendur að þessu sinni voru 64 og spiluðu þeir í 10 flokkum. Klúbbmeistarar GV 2023 eru þau Sigríður (Sísí) Lára Garðarsdóttir og Sigurbergur Sveinsson. Keppnin í meistaraflokki karla var einstaklega jöfn og spennandi, því eftir 4 keppnishringi voru þeir Andri og Sigurbergur jafnir á samtals 14 yfir pari, hvor.  Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var spilaður 6 holu bráðabani, þar sem Sigurbergur hafði betur. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:, en þau helstu hér fyrir neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Sigurbergur Sveinsson +14 294 högg (70 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur T-69 f. lokahring Euram Bank Open!

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour), Euram Bank Open. Mótið fer fram í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki, dagana 13.-16. júlí 2023. Haraldur komst í gegnum niðurskurð og spilar því nú um helgina. Haraldur hefir spilað á samtals 1 yfir pari, 211 höggum (70 69 72) og er T-69, fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Sjá má stöðuna á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (28/2023)

Tiger Woods er að fara að yfirgefa húsið sitt, þegar konan, sem hann er með þá stundina, kallar á hann: „Nágranni okkar kyssir konuna sína alltaf bless áður en hann fer í vinnuna. Af hverju gerirðu það ekki líka?“ Tiger verður svolítið vandræðalegur: „Ég þekki konuna hans ekki svo vel!“


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Kyle Westmoreland (26/50)

Í dag verður sá kynntur sem varð í 25. sæti á Korn Ferry Tour Finals og hlaut þannig kortið sitt á PGA Tour. Það er Kyle Westmoreland. Kyle Westmoreland er fæddur 20. september 1991 í Lewisville, Texas og er því 31 árs. Hann er 1,9 m á hæð og varði háskólaárunum í United States Air Force Academy, þar sem hann var útnefndur karlíþróttamaður ársins, árið 2014 eftir að hafa orðið í  4. sæti í  Mountain West Conference Championships. Helstu sigrar Westmoreland sem áhugamanns eru: 2011 Service Academy Classic 2013 Jackrabbit Invitational, Gene Miranda Falcon Invite, Patriot All-America Westmoreland náði niðurskurði 2021 á Opna bandaríska og lauk keppni T-68. Hann var fyrstur Lesa meira