Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2023 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur m/ glæsilokahring – 69 – á Euram Bank Open!

Haraldur Franklín Magnús, GR, lauk keppni í dag á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour), Euram Bank Open með glæsilokahring – 69 höggum!!!

Mótið fór fram dagana 13. -16. júlí 2023 í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki.

Samtals lék Haraldur Franklín á sléttu pari, 280 höggum (70 69 72 69) og lauk keppni T-54, en hann fór upp um 15 sæti frá því deginum áður. Flottur!!!

Sigurvegari mótsins varð Casey Jarvin frá S-Afríku, en hann lék á samtals 18 undir pari, 262 höggum (65 63 65 69).

Sjá má lokastöðuna á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR: