Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2023 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur T-69 f. lokahring Euram Bank Open!

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour), Euram Bank Open.

Mótið fer fram í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki, dagana 13.-16. júlí 2023.

Haraldur komst í gegnum niðurskurð og spilar því nú um helgina.

Haraldur hefir spilað á samtals 1 yfir pari, 211 höggum (70 69 72) og er T-69, fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Sjá má stöðuna á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR: