Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2023 | 21:30

Þórdís Íslandsmeistari kvenna 50+ 9. árið í röð!!!!

Íslandsmót 50+ fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, dagana 13.-15. júlí 2023.

Þórdís Geirsdóttir, GK, er Íslandsmeistari í flokki kvenna 50+ 9. árið í röð. Glæsileg!!!

Sigurskor hennar var 31 yfir pari, 247 högg (85 83 79).

Í 2. sæti varð María Málfríður  Guðnadóttir, GKG, á samtals 38 yfir pari 254 höggum (89 86 79) og í 3. sæti varð Líney Rut Halldórsdóttir, GR, á samtals 43 yfir pari, 259 höggum (90 83 86).

Þátttakendur í Íslandsmóti kvenna 50+ voru alls 23 og má sjá öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga f.v.: Líney Rut, Íslandsmeistari kvenna 50+ Þórdís Geirs og María Málfríður. Mynd: GSÍ