Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2023

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og því 64 ára. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ) Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, flatargaflar, tí, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2023 | 14:00
EM í liðakeppni pilta: Íslands varð í 2. sæti!!!

Evrópumót í liðakeppni pilta fór fram þann 12.-15. júlí sl. á Green Resort Hrubá Borša vellinum í Slóvakíu. Fyrstu tvo dagana var spilaður höggleikur en síðari þrjá keppnisdagana holukeppni. Tólf þjóðir háðu keppni í B-riðli um eitt af 3 efstu sætunum,, sem veitti keppnisrétt í efstu deild EM næsta árs. Íslenska piltalandsliðið náði þeim glæsilega árangri að hafna í 2. sæti og keppir því í efstu deild 2024!!! Stórglæsilegt!!!!! Íslenska piltalandsliðið var svo skipað: Guðjón Frans Halldórsson, GKG Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Hjalti Jóhannsson, GK Markús Marelsson, GK Skúli Gunnar Ágústsson, GA Veigar Heiðarsson, GA Þjálfarar liðsins voru Birgir Leifur Hafþórsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Baldur Gunnbjörnsson var sjúkraþjálfari. Lokastaðan í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Áslaug Friðriks- dóttir og Henning Darri Þórðarson ————— 20. júlí 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru Áslaug Friðriksdóttir og Henning Darri Þórðarson. Áslaug er fædd 20. júlí 1968 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Áslaugar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið Áslaug Friðriksdóttir – Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!! Henning Darri er fæddur 20. júlí 1998 og er því 25 ára í dag!!! Henning Darri er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði (GK). Komast má á facebook síðu Hennings Darra hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið Henning Darri Þórðarson – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2023 | 22:00
EM í liðakeppni stúlkna 2023: Ísland varð í 14. sæti

Evrópumót í liðkeppni stúlkna fór fram í Golf Club d’Hossegor, í Frakklandi, dagana 11.-15. júlí sl. Alls tóku 16 þjóðir þátt í mótinu í ár. Stúlknalandslið Íslands var skipað eftirfarandi kylfingum: Berglind Erla Baldursdóttir, GM Eva Kristinsdóttir, GM Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS Helga Signý Pálsdóttir, GR Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM Sara Kristinsdóttir, GM Þjálfari stúlknalandsliðs Íslands var Dagur Ebenezersson og sjúkraþjálfari þess Ása Dagný Gunnarsdóttir. Leikinn var höggleikur fyrstu tvo keppnisdagana og holukeppni næstu þrjá daganna. Keppt var í 2 riðlum: A-riðli þar sem kepptu landslið þeirra þjóða sem urðu í efstu 8 sætunum eftir höggleikshlutann – hinar 8 þjóðirnar kepptu í B-riðli. Hér verður sundurliðað farið í keppnisdaga Evrópumeistaramótsins: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2023 | 18:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Brice Garnett (28/50)

Í dag verður kynntur til sögunnar sá sem varð í 23. sæti á Korn Ferry Tour Finals og tryggði sér þar með kortið sitt á PGA Tour, keppnistímabilið 2023-2024. Það er Brice Garnett. Brice Garnett er fæddur 6. september 1993 og er því 29 ára. Hann er 1,8 m á hæð og 79 kg. Garnett spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Missouri Western State University, þar sem hann varð þrívegis NCAA Division II All-American. Garnett gerðist atvinnumaður árið 2006. Hann spilaði á the Adams Pro Tour á árunum 2007 -2009. Á árunum 2010-2013 spilaði Garnett á Web.com Tour (undanfara Korn Ferry Tour). Hann bætti stöðu sína á peningalistanum með hverju Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2023 | 17:30
Meistaramót 2023: Sindri Snær og Eva Fanney klúbbmeistarar GÖ 2023

Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness fór fram dagana 29. júní – 1. júlí sl. Alls voru þátttakendur 120, sem er met og var keppt í 12 flokkum. Klúbbmeistarar GÖ 2023 eru þau Sindri Snær Skarphéðinsson og Eva Fanney Matthíasdóttir. Þetta er fyrsti klúbbmeistaratitill beggja og má geta þess að Eva Fanney er aðeins 14 ára. Virkilega efnilegur kylfingur á ferð hér, sem gaman verður að fylgjast með. Sjá má öll úrslit úr Meistaramóti GÖ 2023 í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: en þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Sindri Snær Skarphéðinsson +13. 226 (72 76 78) 2 Guðjón Gottskálk Bragason +15 228 (79 73 76) 3 Bergur Konráðsson +17 230 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Signhild Birna Borgþórsdóttir – 19. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Signhild Birna Borgþórsdóttir. Sighild er fædd 19. júlí 1963 og fagnar því 60 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Signhild til hamingju með merkis- afmælið hér að neðan Signhild Birna Borgþórsdóttir – 60 ára – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnfinna Björnsdóttir, 19. júlí 1942 (81 árs); Sighvatur Blöndahl Frank Cassata 19. júlí 1954 (59 ára); Signhild Birna Borgþórsdóttir, 19. júlí 1963 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Bethan Popel, 19. júlí 1995 (28 ára); Einhleypir Síða Fyrir Ykkur … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2023 | 13:50
GÖ: Árni og Jens Uwe með ása!!!

Árni Stefánsson fór holu í höggi í hjóna- og paramóti Golfklúbbs Öndverðarness þann 15. júlí sl. Golf 1 óskar Árna innilega til hamingju með draumahöggið! Jens Uwe Friðriksson fór holu í höggi, einnig á Öndverðarnesvelli sunnudaginn 2. júlí sl. Höggið góða hans Jens Uwe var slegið á par-3 2. brautinni. Þetta í 3. sinn sem Jens Uwe fær ás. Golf 1 óskar Jens Uwe innilega til hamingju með draumahöggið!
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2023 | 13:30
Meistaramót 2023: Jóhann Már og Ólína Þórey klúbbmeistarar GKS

Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) fór fram dagana 6.-8. júlí sl. Þátttakendur að þessu sinni voru 26 og kepptu þeir í 4 flokkum. Klúbbmeistarar GKS 2023 eru þau Jóhann Már Sigurbjörnsson og Ólína Þórey Guðjónsdóttir. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR en þau helstu hér að neðan: 1 flokkur karla: 1 Jóhann Már Sigurbjörnsson +26 242 (76 83 83) 2 Salmann Héðinn Árnason +42 258 (88 83 87) 3 Finnur Mar Ragnarsson +46 262 (85 83 94) 4 Sævar Örn Kárason +50 266 (84 84 98) 1. flokkur kvenna: 1 Ólína Þórey Guðjónsdóttir +57 273 (91 90 92) 2. flokkur karla: 1 Þorsteinn Jóhannsson +42 258 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Kolbrún Lilja og Ólafur Arnarson – 18. júlí 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru Kolbrún Lilja og Ólafur Arnarson. Kolbrún Lilja er fædd 18. júlí 1973 og á því 50 ára stórafmæli. Ólafur er fæddur 18.júlí 1963 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með merkisafmælin hér að neðan: Kolbrún Lilja 50 ára stórafmæli!!! – Innilega til hamingju með afmælið!!! Olafur Arnarson 60 ára merkisafmæli!!! Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Simpson f. 18. júlí 1858- d.30. nóvember 1895;Helga Hardardottir Oldenkamp, 18. júlí 1956 (67 ára); Olafur Arnarson, 18. júlí 1963 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Benedikta Gísladóttir, 18. júlí 1966 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

