
EM í liðakeppni stúlkna 2023: Ísland varð í 14. sæti
Evrópumót í liðkeppni stúlkna fór fram í Golf Club d’Hossegor, í Frakklandi, dagana 11.-15. júlí sl.
Alls tóku 16 þjóðir þátt í mótinu í ár.
Stúlknalandslið Íslands var skipað eftirfarandi kylfingum:
Berglind Erla Baldursdóttir, GM
Eva Kristinsdóttir, GM
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
Helga Signý Pálsdóttir, GR
Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM
Sara Kristinsdóttir, GM
Þjálfari stúlknalandsliðs Íslands var Dagur Ebenezersson og sjúkraþjálfari þess Ása Dagný Gunnarsdóttir.
Leikinn var höggleikur fyrstu tvo keppnisdagana og holukeppni næstu þrjá daganna. Keppt var í 2 riðlum: A-riðli þar sem kepptu landslið þeirra þjóða sem urðu í efstu 8 sætunum eftir höggleikshlutann – hinar 8 þjóðirnar kepptu í B-riðli.
Hér verður sundurliðað farið í keppnisdaga Evrópumeistaramótsins:
1. keppnisdagur
Íslensku stúlkurnar voru í 16. og síðasta sæti eftir daginn – spiluðu með eftirfarandi hætti:
Helga Signý Pálsdóttir lék á 77 höggum (+6 ) = 63. sæti.
Pamela Ósk Hjaltadóttir lék á 77 höggum (+6) = 63 sæti.
Sara Kristinsdóttir lék á 81 höggi (+10) = 86. sæti.
Berglind Baldursdóttir lék á 81 höggi (+10) = 86. sæti.
Eva Kristinsdóttir lék á 86 höggum (+15) = 93. sæti.
2. keppnisdagur
Íslenska stúlknalandsliðið var í 16. og síðasta sætinu eftir höggleikshlutann; léku á +83. Spænska landsliðið lék best allra, þ.e. á samtals -9 undir pari.
3. keppnisdagur
Ísland mætti Þjóðverjum og er skemmst frá því að segja að þýska liðið sigraði í öllum leikjum 5-0.
4. keppnisdagur
Í hörkuviðureign við Pólverja hafði íslenska stúlknaliðið betur 3-2.
5. keppnisdagur
Ísland tapaði naumt fyrir liði Austurríkis í slag um 13. sætið 2-3. Niðurstaðan var því 14. sætið!
Lokastaðan í EM stúlknalandsliða 2023 var eftirfarandi:
A
1. Spánn
2. Ítalía
3. Holland
4. Svíþjóð
5. Írland
6. England
7. Danmörk
8. Frakkland
9. Belgía
_________________
B
10. Þýskaland
11. Tékkland
12. Sviss
13. Austurríki
14. Ísland
15. Pólland
16. Skotland
Sjá má öll úrslit á EM stúlknalandsliða með því að SMELLA HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023