Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 12:00
GKJ: Hildur Ósk fékk ás!

Í dásamlegu veðurblíðunni á Hlíðarvelli á þriðjudaginn sló Hildur Ósk Ólafsdóttir draumahöggið á 12. braut. Það er frábært afrek hjá þessum nýliða í golfi :). Golf 1 óskar Hildi Ósk innilega til hamingju með ásinn!
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 11:15
GD: Golfleikjaskólinn með 2 daga námskeið um Verslunarmannahelgina hjá GD

Golfklúbburinn Dalbúi Laugarvatni mun verða með tveggja daga byrjendanámskeið um Verslunarmannahelgina 2.-3. ágúst n.k. Tveir hópar verða í gangi, þ.e. kl.10-12 og kl. 13-15 – hámark 10 nemendur í hópi. Lágmark 6. Námskeiðsgjald er 5.000.- kr. á mann. Innifalið: 2×2 klst. kennsla, kylfur og boltar að láni. Námskeiðið er skipulagt af Önnu Díu hjá Golfleikjaskólanum www.golfleikjaskolinn.is og U.S.Kids krakkagolfskólanum www.krakkagolf.is Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið hjá golfklúbbnum Dalbúa því aðeins 10 nemendur komast að í hvorn hóp. Við hvetjum alla til að skrá sig á dalbui@dalbui.is eða í síma 8562918.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 11:00
Evróputúrinn: M2 Russian Open hófst í dag – Fylgist með á skortöflu!!!

Mót vikunnar á Evróputúrnum er M2 Russian Open, sem fer fram á Tsleevo golfvellinum nálægt Moskvu. Tsleevo er Jack Nicklaus hannaðaur völlur. Snemma dags deila hvorki fleiri né færri en 7 kylfingar efsta sætinu, sem allir hafa spila á 5 undir pari 67 höggum: Jack Wilson frá Ástralínu, Oliver Bekker og Louis de Jager frá S-Afríku, Thomas Pieters frá Belgíu, Maximilian Kiefer frá Þýskalandi, Gaganjeet Bhullar frá Indlandi og Rikard Karlberg frá Svíþjóð. Staðan á e.t.v. eftir að breytast því þó nokkrir eiga eftir að ljúka leik. Til þess að fylgjast með stöðunni á M2 Russian Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 10:00
Jacklin hélt upp á 70 ára afmælið með stæl

Tony Jacklin átti 70 ára stórafmæli 7. júlí s.l. en hann fæddist þann dag 1944, sjá afmælisgrein Golf1.is um kappann með því að SMELLA HÉR: Hann hélt upp á afmæli sitt með stæl deginum áður á Belfry. Kvöldið hófst með kampavínsmóttöku og síðan tók við þríréttuð máltíð. Margir frægir kappar héldu ræður til heiðurs afmælisbarninu, en Jacklin er besti breski kylfingur sinnar kynslóðar og vann m.a. 2 risatitla á ferli sínum og var Ryder bikars fyrirliði Evrópu. Heiðursgestur í afmæli Jacklin var Jack Nicklaus en margt annarra frægra gesta var mætt til að halda upp á daginn með Jacklin
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 08:00
GKS: Ólína Þórey og Jóhann Már sigruðu á BÁS-mótinu

Opna BÁS mótið var haldið sunnudaginn, 20. júlí s.l. í brakandi blíðu, sól og hiti um 18 gráður. 17 keppendur mættu til leiks og var keppt í karla- og kvennaflokki. Úrslit urðu eftirfarandi: Karlar: 1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS með 38 punkta 2. sæti Daníel Gunnarsson GÞ með 37 punkta. 3. sæti Þröstur Ingólfsson GKS með 36 punkta Konur: 1. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS með 37 punkta 2. sæti Ásta Mósesdóttir GR með 29 punkta 3. sæti Hulda Magnúsardóttir GKS með 29 punkta Einnig voru veitt nándarverðlaun á holu 1 og 8 og lengsta teighögg á 5. Nándarverðlaunin hlutu Gígja Kristbjörnsdóttir GHD og Jóhann Már GKS. Lengsta teighöggið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 07:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Rástímar 1. dag

Hér á eftir fara rástímar á 1. degi Íslandsmótsins í höggleik, sem hefst eftir 30 mínútur á Leirdalsvelli í Kópavogi. Þátttakendur í ár eru 139 þ.e. 33 kvenkylfingar og 106 karlkylfingar. Hvað rástímana varðar gildir reglan „damene först“ þ.e. kvenkylfingarnir eru ræstir út fyrst og við hæfi að mótið hefji sú, sem oftast hefir orðið Íslandsmeistari kvenna í höggleik af þátttakendum (1995, 1998, 2003, 2005), þ.e. nýkrýndur Íslandsmeistari 35+, Ragnhildur Sigurðardóttir og slái fyrsta höggið í mótinu. 07:30: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR – Ólafía Þ. Kristinsdóttir, GR -1.2 – Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. 07:40 : Ingunn Einarsdóttir, GKG – Berglind Björnsdóttir, GR – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. 07:50: Helga Kristín Einarsdóttir, NK – Anna Sólveig Snorradóttir, GK – Sunna Víðisdóttir, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2014 | 18:15
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ólafur Björn sigraði í „léttum leik“ GSÍ

Í dag var haldinn blaðamannafundur í aðdraganda Íslandsmótsins í höggleik, sem hefst á morgun. Fundinn sóttu m.a. Íslandsmeistarar í höggleik karla og kvenna 2013, Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Sunna Víðisdóttir, GR, auk Ólafs Björns Loftssonar, NK; Þórðar Rafns Gissurarsonar, GR og Heiðars Davíðs Bragasonar, GHD. Að fundi loknum tóku kylfingar þátt í „léttum leik“ eins og GSÍ kynnti keppni milli ofangreindra 5 kylfinga í hver þeirra kæmist næst holu af 100 metra færi á 18. holu Leirdalsvallar hjá GKG. Sá sem sigraði í keppninni var Ólafur Björn Loftsson, en hann sló næst pinna þ.e. 64 cm. Við höggið notaði Ólafur Björn 48° fleygjárn. Hér má sjá nokkrar myndir af leiknum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2014 | 17:30
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun!

Íslandsmótið í höggleik 2014 fer fram dagana 24.-27. júlí og er þetta í 72. skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitla í golfi. Líkt og áður er mótið hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar og ber auk þess heitið Eimskipsmótið. Í ár fer Íslandsmótið fer fram á Leirdalsvelli og sér Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar um framkvæmd mótsins. Á þessu ári fagnar Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tuttugu ára afmæli sínu en klúbburinn var stofnaður 24. mars 1994. Í upphafi hafði klúbburinn níu holur til afnota, en árið 1996 voru teknar í notkun níu holur til viðbótar og árið 2007 voru teknar í notkun níu holur í landi Kópavogs og var völlurinn þá kominn í þá stærð Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2014 | 17:00
GÖ: Þórir Baldvin Björgvinsson klúbbmeistari 2014

Meistararmót Golfklúbbs Öndverðarness fór fram dagana 17.-19. júlí 2014. Þátttakendur í ár voru 82. Klúbbmeistari GÖ 2014 er Þórir Baldvin Björgvinsson og Hafdís Helgadóttir sigraði í 1. flokki kvenna. Úrslit í meistaramóti GÖ 2014 eru eftirfarandi: Konur 50+ 1 Soffía Björnsdóttir GÖ 17 12 91 59 150 36 2 Þuríður Jónsdóttir GÖ 18 12 91 63 154 40 3 Björk Ingvarsdóttir GÖ 13 12 97 66 163 49 4 Anna J Jónsdóttir GÖ 26 12 108 78 186 72 Meistaraflokkur karla 1 Þórir Baldvin Björgvinsson GÖ 2 12 72 49 121 7 2 Björn Andri Bergsson GÖ 6 12 79 49 128 14 3 Ragnar Baldursson GR 6 12 80 50 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2014 | 15:30
Afmæliskylfingur dagsins: Harris English —- 23. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Harris English. Harris fæddist 23. júlí 1989 og er því 25 ára í dag! Harris þykir með hávaxnari mönnum á PGA en hann er 1,91 m á hæð. Hann spilar á PGa Tour og hefir sigrað tvívegis þar í fyrra skiptið á St. Jude Classic, 9. júní 2013 og síðan á OHL Classic í Mayakoba, 17. nóvember 2013. Sjá má kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (56 ára); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (42 ára); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (41 árs); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (33 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

