Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2014 | 18:15

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ólafur Björn sigraði í „léttum leik“ GSÍ

Í dag var haldinn blaðamannafundur í aðdraganda Íslandsmótsins í höggleik, sem hefst á morgun.

Fundinn sóttu m.a. Íslandsmeistarar í höggleik karla og kvenna 2013, Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Sunna Víðisdóttir, GR, auk Ólafs Björns Loftssonar, NK; Þórðar Rafns Gissurarsonar, GR og Heiðars Davíðs Bragasonar, GHD.

Að fundi loknum tóku kylfingar þátt í „léttum leik“ eins og GSÍ kynnti keppni milli ofangreindra 5 kylfinga í hver þeirra kæmist næst holu af 100 metra færi á 18. holu Leirdalsvallar hjá GKG.

Sá sem sigraði í keppninni var Ólafur Björn Loftsson, en hann sló næst pinna þ.e. 64 cm.

Við höggið notaði Ólafur Björn 48° fleygjárn.

Hér má sjá nokkrar myndir af leiknum létta:

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Golf 1

Sigurvegarinn og klúbbmeistarinn nýkrýndi, Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Golf 1

Sunna Víðisdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Sunna Víðisdóttir, GR, Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2013. Mynd: Golf 1

Heiðar Davíð Bragason, GHD. Mynd: Golf 1

Heiðar Davíð Bragason, GHD. Mynd: Golf 1

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1

 

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Íslandsmeistari í höggleik 2013. Mynd: Golf1

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Íslandsmeistari í höggleik 2013. Mynd: Golf1