Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 11:15

GD: Golfleikjaskólinn með 2 daga námskeið um Verslunarmannahelgina hjá GD

Golfklúbburinn Dalbúi Laugarvatni mun verða með tveggja daga byrjendanámskeið um Verslunarmannahelgina 2.-3. ágúst n.k.

Tveir hópar verða í gangi, þ.e. kl.10-12 og kl. 13-15 – hámark 10 nemendur í hópi. Lágmark 6.

Námskeiðsgjald er 5.000.- kr. á mann. Innifalið: 2×2 klst. kennsla, kylfur og boltar að láni.

Námskeiðið er skipulagt af Önnu Díu hjá Golfleikjaskólanum www.golfleikjaskolinn.is og U.S.Kids krakkagolfskólanum www.krakkagolf.is

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið hjá golfklúbbnum Dalbúa því aðeins 10 nemendur komast að í hvorn hóp.

Við hvetjum alla til að skrá sig á dalbui@dalbui.is eða í síma 8562918.