Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: M2 Russian Open hófst í dag – Fylgist með á skortöflu!!!

Mót vikunnar á Evróputúrnum er M2 Russian Open, sem fer fram á Tsleevo golfvellinum nálægt Moskvu. Tsleevo er Jack Nicklaus hannaðaur völlur.

Snemma dags deila hvorki fleiri né færri en 7 kylfingar efsta sætinu, sem allir hafa spila á 5 undir pari 67 höggum: Jack Wilson frá Ástralínu, Oliver Bekker og Louis de Jager frá S-Afríku, Thomas Pieters frá Belgíu, Maximilian Kiefer frá Þýskalandi, Gaganjeet Bhullar frá Indlandi og Rikard Karlberg frá Svíþjóð.

Staðan á e.t.v. eftir að breytast því þó nokkrir eiga eftir að ljúka leik.

Til þess að fylgjast með stöðunni á M2 Russian Open SMELLIÐ HÉR: