Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 10:00

Jacklin hélt upp á 70 ára afmælið með stæl

Tony Jacklin átti 70 ára stórafmæli 7. júlí s.l. en hann fæddist þann dag 1944, sjá afmælisgrein Golf1.is um kappann með því að SMELLA HÉR:

Hann hélt upp á afmæli sitt með stæl deginum áður á Belfry.

Kvöldið hófst með kampavínsmóttöku og síðan tók við þríréttuð máltíð.

Margir frægir kappar héldu ræður til heiðurs afmælisbarninu, en Jacklin er besti breski kylfingur sinnar kynslóðar og vann m.a. 2 risatitla á ferli sínum og var Ryder bikars fyrirliði Evrópu.

Heiðursgestur í afmæli Jacklin var Jack Nicklaus en margt annarra frægra gesta var mætt til að halda upp á daginn með Jacklin

Jacklin ásamt eiginkonu sinni og „golfvallar-afmælisköku" sem var eins og 70 í laginu!

Jacklin ásamt eiginkonu sinni og „golfvallar-afmælisköku“ sem var eins og 70 í laginu!