Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 08:00

GKS: Ólína Þórey og Jóhann Már sigruðu á BÁS-mótinu

Opna BÁS mótið var haldið sunnudaginn, 20. júlí s.l.  í brakandi blíðu, sól og hiti um 18 gráður.

17 keppendur mættu til leiks og var keppt í karla- og kvennaflokki.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Sigurvegarar í karlaflokki í BÁS-mótinu á Siglufirði

Sigurvegarar í karlaflokki í BÁS-mótinu á Siglufirði

Karlar:
1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS með 38 punkta
2. sæti Daníel Gunnarsson GÞ með 37 punkta.
3. sæti Þröstur Ingólfsson GKS með 36 punkta

Frá Hólsvelli á Siglufirði. Mynd: GKS

Frá Hólsvelli á Siglufirði. Mynd: GKS

Konur:
1. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS með 37 punkta
2. sæti Ásta Mósesdóttir GR með 29 punkta
3. sæti Hulda Magnúsardóttir GKS með 29 punkta

Einnig voru veitt nándarverðlaun á holu 1 og 8 og lengsta teighögg á 5. Nándarverðlaunin hlutu Gígja Kristbjörnsdóttir GHD og Jóhann Már GKS. Lengsta teighöggið átti Ásta Mósesdóttir GR.